fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Pressan

Segja að í næsta heimsfaraldri verði bóluefni að vera tilbúið á 100 dögum

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 12. mars 2022 17:02

Heimsfaraldur kórónuveiru er örugglega ekki síðasti heimsfaraldurinn.Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því að COVID-19 kom fram á sjónarsviðið og þar til bóluefni gegn veirunni var tilbúið liðu um 300 dagar að sögn Dame Sarah Gilbert sem vann að gerð bóluefnis AstraZeneca. Hún segir að þegar næsti heimsfaraldur, svokallaður Sjúkdómur X, skelli á heimsbyggðinni verði bóluefni að vera tilbúið á aðeins 100 dögum.

Gilbert lét þessi orð falla í viðtali við Sky News. Hún sagði að til þess að koma í veg fyrir hörmulegar afleiðingar næsta heimsfaraldurs verði viðbrögðin að vera betri.

Hún sagði að heimsbyggðin þurfi að vera betur undirbúin undir faraldur svo ekki þurfi að byrja á upphafsreit.

Ef tekist hefði að þróa bóluefni gegn COVID-19 á 100 dögum hefði bjargað milljónum mannslífa og gríðarlegum fjárhæðum.

Gilbert sagði að koma þurfi upp einhverskonar „bókasafni“ bóluefna gegn þeim veirutegundum sem mest hætta stafar af. Það þýði að í upphafi verði 10 bóluefni, með breiða virkni, til reiðu. Út frá þeim sé síðan hægt að þróa bóluefni gegn ákveðnum veirum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“