fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Úkraína er með áætlun ef Rússum tekst að drepa Zelenskyy forseta

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. mars 2022 19:00

Volodymyr Zelenskyy. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskir sérsveitarmenn hafa frá upphafi innrásar Rússa í Úkraínu reynt að ráða Volodymyr Zelenskyy, forseta, af dögum en hefur ekki orðið ágengt enn sem komið er. Sérsveitarmenn eru sagðir vakta götur í Kyiv í leit að „skotmarki númer eitt“.

Úkraínsk yfirvöld segjast hafa komið í veg fyrir þrjár morðtilraunir við Zelenskyy frá upphafi innrásarinnar. Úkraínsk yfirvöld eru undir hið versta búin og eru með áætlun til reiðu ef svo illa fer að Rússum tekst að ráða forsetann af dögum. Þetta er áætlun um að halda „ríkisstjórninni gangandi“.

Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði þetta nýlega í samtali við CBS þegar hann var spurður hverjar afleiðingarnar geti orðið ef Rússum tekst að ráða Zelenskyy af dögum. Hann sagðist ekki vilja skýra frá áætlun Úkraínumanna að öðru leyti en að hún væri til staðar.

Zelenskyy hefur vakið aðdáun samlanda sinna og umheimsins fyrir framgöngu sína. Hann var ekki mjög vinsæll meðal þjóðar sinnar fyrir stríðið, þótti ekki vera nægilega þroskaður til að gegna embættinu. Nú er hann hins vegar táknmynd úkraínsku þjóðarinnar og þykir sýna vel hversu harðgerð hún er og einbeitt í að standa innrás Rússa af sér.

Vesturlönd hafa áhyggjur af hvað tekur við ef Zelenskyy fellur og Bandaríkin hafa boðist til að flytja hann úr landi en það boð afþakkaði hann með orðunum: „Mig vantar skotfæri, ekki far.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingur sakfelldur fyrir lyfjaþjófnað á Landspítalanum

Hjúkrunarfræðingur sakfelldur fyrir lyfjaþjófnað á Landspítalanum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“
Fréttir
Í gær

Lög ekki brotin þegar Ástráður var skipaður

Lög ekki brotin þegar Ástráður var skipaður
Fréttir
Í gær

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“