Á myndunum sést skemmd brú í Irpin, sem er sunnan við Antonov flugvöllinn sem er skammt frá Kyiv. Einnig sjást mörg farartæki á myndunum. Það getur bent til þess að lestin sé nú farin af stað á nýjan leik og sé aðeins nokkra kílómetra frá Kyiv. Það getur þýtt að stórfelld árás sé í uppsiglingu á höfuðborgina sem Rússar vilja gjarnan ná á sitt vald.
Í herflutningalestinni eru mörg þúsund hermenn, brynvarin ökutæki, skriðdrekar, stórskotalið og fleiri hernaðartól.