fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Joe Biden lofaði refsiaðgerðum gegn rússneskum olígörkum – Hann gleymdi bara einu

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. mars 2022 07:39

Joe Biden flutti stefnuræðu sína í síðustu viku. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarísk stjórnvöld hafa gripið til harðra refsiaðgerða gegn Rússum vegna innrásar þeirra í Úkraínu. Aðgerðunum er beint að rússneska ríkinu, ráðamönnum og elítu landsins, þar á meðal hinum svokölluðu olígörkum. Í stefnuræðu sinni á bandaríska þinginu hét Joe Biden, forseti, því að sérstakur vinnuhópur myndi kortleggja hvaða eignir rússnesku olígarkarnir eiga víða um heim og banna rússneskum flugvélum að koma í bandaríska lofthelgi. „Við munum ná ykkur,“ sagði Biden í ræðu sinni.

En nú er komið fram að það er nú hægara sagt en gert. Eitt er að loka lofthelginni fyrir rússneskum farþegaflugvélum, annað er að loka henni fyrir einkaþotum olígarkanna.

Vandinn liggur í lélegri skráningu bandarískra yfirvalda á rússneskum olígörkum og eignum þeirra. Frá 2017 hefur þingið ítrekað reynt að knýja í gegn breytingar á skráningum flugvéla til að auka öryggi þeirra. En bandarísk flugmálayfirvöld hafa ekki verið hrifin af þessu að sögn Stephen F. Lynch, þingmanns Demókrata. Í samtali við Washington Post sagði hann að með núverandi skráningarkerfi muni yfirvöld aldrei uppgötva ef meðlimur í mexíkóskum fíkniefnahring skrái flugvél í Bandaríkjunum. Af sömu ástæðu sagðist hann efast um að aðgerðir Biden skili miklum árangri.

ESB hefur einnig lokað lofthelgi sinni fyrir rússneskum flugvélum en þar er svipað vandamál uppi á teningnum. Til að hægt sé að láta bannið ná yfir olígarkana þurfa yfirvöld að starfa miklu nánar saman en nú er gert.

Í hinum svokölluðu Panamaskjölum frá 2018 kemur fram að fjöldi rússneskra olígarka hafi árum saman svikið evrópsk skattyfirvöld um tugi milljarða með því að skrá flugvélar sínar í skattaskjólinu á Isle of Man. Í mörgum tilfellum var þetta gert með því að olígarkarnir leigðu vélarnar af sjálfum sér í gegnum huldufyrirtæki sem útilokað var að rekja slóðina eftir. Sömu aðferðum var beitt við lúxussnekkjur olígarkanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku
Fréttir
Í gær

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar