Meðal hinna föllnu herforingja er Vitaly Gerasimov sem féll við Kharkiv. Hann er sagður hafa fallið á mánudaginn ásamt fleiri lægra settum foringjum. Gerasimov hafði fengið heiðursorðu fyrir framgöngu sína þegar Rússar hertóku Krím 2014. Hann hafði einnig barist í Sýrlandi.
Áður hafði úkraínsk leyniskytta banað Andrei Sukhovetsky einum æðsta yfirmanni innrásarhersins.
Meðal annarra herforingja sem hafa fallið má nefna Konstantin Zizevsky og Denis Glebov.