fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Dökkur spádómur um Pútín – „Hann fer alla leið“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 9. mars 2022 05:22

Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á síðasta ári komst hin 37 ára Aliia Roza í fréttirnar þegar hún skýrði frá því að hún hefði verið rússneskur njósnari árum saman. Hún sagðist hafa sloppið naumlega lifandi frá starfi sínu eftir að hún varð ástfangin af einu viðfangsefna sinna. Hún hefur ekki getað snúið heim til Rússlands síðan.

Í umfjöllun Ladbible kemur fram að Aliia telji að Pútín vilji „full yfirráð yfir Úkraínu“ og vilji þess vegna losna við Zelenskyy forseta. „Ég hlaut sömu þjálfun og Pútín og okkur var kennt hvernig við eigum að vera róleg og yfirveguð við mjög stressandi aðstæður,“ sagði hún.

Pútín sigrar alltaf. Hann getur ekki tapað þessu stríði og dregið sig í hlé af því að það myndi skaða orðspor hans. Hann fer alla leið.“

Aliia fæddist í Sovétríkjunum þáverandi þar sem faðir hennar var háttsettur herforingi. Af þeim sökum var þess vænst að hún myndi feta í fótspor hans og ganga til liðs við herinn.

En hlutirnir fóru ekki eins og stefnt var að því hún varð ástfanginn af manni sem hún átti að njósna um. Hún hefur því ekki getað farið heim til Rússlands í rúmlega einn áratug.

Hún segist eiga vini bæði í Rússlandi og Úkraínu sem segist vera „hræddir“ við einræðisstjórn Pútín. „Áætlun Pútín er augljós: Leyfum NATO ekki að koma eldflaugum eða vopnum fyrir í Úkraínu. Hann mun gera allt til að ná þessu markmiði en hann hélt að það væri auðvelt eins og þegar hann sendi herinn til Kasakstan í janúar 2021 vegna uppreisnar þar. Hann átti ekki von á að Úkraínumenn myndu grípa til varna og fá stuðning umheimsins,“ sagði hún einnig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku
Fréttir
Í gær

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar