fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Kona sem er sakfelld fyrir 22 brot finnst ekki – Skilaði ekki bíl eftir reynsluakstur hjá Gæðabílum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 8. mars 2022 18:30

mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konu sem fædd er árið 1985 hefur verið birt fyrirkall í Lögbirtingablaðinu þar sem ekki hefur náðst í hana til að birta henni dóm sem féll gegn henni í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 16. desember síðastliðinn. Er ljóst að konan þarf bráðlega að fara að afplána dóm sinn en hún var dæmd í 17 mánaða fangelsi fyrir runu af skrautlegum afbrotum, samtals 22.

Samkvæmt ákæruliðunum hefur konan hvað eftir annað verið handtekin fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Einnig hefur verið haldlagt hjá henni mikið magn fíkniefna sem hún hefur haft í fórum sínum, meðal annars kókaín, amfetamín og MDMA.

Þá var konan meðal annars sökuð um að hafa stolið bíl sem stóð á bílastæði í Reykjavík og keyrt hann í heimildarleysi. Var hún dæmd til að greiða eiganda bílsins 1,5 milljónir króna í skaðabætur.

Þá var hún sökuð um að hafa ekki skilað bíl eftir reynsluakstur hjá bílasölunni Gæðabílar í Garðabæ.

Ennfremur var konan sakfelld fyrir skjalafals, fyrir að hafa falsað umboð í nafni manns um að leysa út lyfseðilsskyld lyf hans. Var hún einnig sakfelld fyrir annað samskonar brot gegn öðrum manni.

Einnig var hún sakfelld fyrir að hafa stolið tveimur úlpum úr Icewear í Austurstræti fyrir samtals um 85 þúsund krónur. Einnig var hún sakfelld fyrir að hafa stolið vörum úr húsi í Hafnarfirði fyrir samtals 650 þúsund krónur. Var þar um að ræða Apple tölvu, Sonos hátalara, tölvutösku og IPC iðnaðarryksugu.

Konan játaði brot sín skýlaust sem virt var henni til refsilækkunar. Hins vegar á hún langan brotaferil að baki og var það henni til refsiþyngingar. Auk þess að fá 17 mánaða fangelsi og vera dæmd til greiðslu skaðabóta og málskostnaðar er konan svipt ökurétti ævilangt.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Vala harðorð – „Einstaklingum sem falið er að aka yfir fjallvegi með atkvæði getur dottið í hug að „sleppa” einum kjörkassa“

Helga Vala harðorð – „Einstaklingum sem falið er að aka yfir fjallvegi með atkvæði getur dottið í hug að „sleppa” einum kjörkassa“
Fréttir
Í gær

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“
Fréttir
Í gær

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“
Fréttir
Í gær

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað