fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Geiri leggur fram gögn sem hann segir sanna að hann hafi ekki áreitt manneskju – „Ég er niðurbrotinn og fæ ekkert réttlæti“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 8. mars 2022 17:00

Ásgeir Ásgeirsson, Geiri X. Aðsend mynd.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ljósmyndarinn Geiri X, Ásgeir Ásgeirsson, afhenti DV gögn í gærkvöld sem virðast styðja fullyrðingar hans um að hann hafi ekki áreitt manneskju í tengslum við myndatöku árið 2019.

Geiri steig fram í gær vegna ásökunar manneskju um að hann hefði áreitt hana kynferðislega árið 2019 í tengslum við passamyndatöku. Ásökunin var sett fram á Hinseginspjallinu á Facebook rétt fyrir stjórnarkjör hjá Samtökunum 78 en Geiri var þar í framboði til stjórnar. Sagðist konan hugsa með hryllingi til þess að sækja stuðning til Samtakanna 78 ef Geiri væri þar í stjórn.

Sjá einnig: Geiri kærir ásökun um kynferðislega áreitni – „Algjörlega niðurlægður og mannorðið farið“

Er framboðsfrestur var útrunninn var sjálfkjörið til stjórnar samtakanna en framboðsfrestur var þá framlengdur. Svo fór á endanum að Geiri hlaut ekki brautargengi í stjórn samtakanna.

Ásgeir, sem er pansexúal, hefur lengi strítt við sjúkdóminn CRPS, sem er fjölþætt svæðisbundið verkjaheilkenni. Hann hefur stigið fram og greint frá hrottalegu kynferðisofbeldi sem hann hefur orðið fyrir, meðal annars af hendi konu.

Fyrrnefnd manneskja sakar Geira um óviðeigandi framkomu við myndatöku í ljósmyndastofu hans fyrir nokkrum árum. Hafi hann beðið hana um að halla sér fram svo það sæist í brjóst hennar. Manneskjan segist hafa eyðilagt myndirnar og ekki notað þær. Hafi atvikið valdið henni óþægindum og vanlíðan.

Geiri og eiginkona hans Rósa Bragadóttir harðneita ásökunum manneskjunnar og saka hana um lygar. Staðhæfa þau að Geiri sé aldrei einn með ljósmyndunarviðfangi heldur sé Rósa alltaf með honum. Ennfremur segja þau að Geiri, sem er pansexúal, fái ekkert út úr brjóstum kvenna auk þess sem hann tali aldrei á þann hátt sem hann er sakaður um þarna.

Vinsamleg samskipti eftir myndatökuna

Geiri hefur grafið upp skjáskot af samskiptum sínum við manneskjuna í kjölfar myndatökunnar. DV hefur reynt að ná sambandi við þessa manneskju en án árangurs. Verður því nafni hennar haldið leyndu og ekki er hægt að birta skjáskotin. En í samskiptunum þakkar hún Geira fyrir myndirnar og segist afar ánægð með þær. Hún birtir jafnframt myndirnar sem hún er að vísa til. Þær passamyndir sýna hana virðulega klædda með klút um hálsinn. Brjóst eru með öllu hulin, sem og svæði ofan þeirra.

Manneskjan segir: „Myndirnar eru brill …og módelið er æði Þakka þér fyrir bara að láta þig vita að skírteinið mitt nýja er æðislega flott“

Þessi skilaboð voru send 9. nóvember árið 2019.

Reynir að kæra til lögreglu

Geiri hefur kært manneskjuna fyrir þessa opinberu ásökun til fagráðs Samtakanna 78. Ennfremur hefur hann sótt um að kæra málið til lögreglu. Hyggst hann kæra fyrir falskar sakagiftir, meiðyrði og fyrir árás á einstakling í minnihlutahóp.

Að sögn Geira er lögregla að kanna hvort hann fái að kæra málið eða hvort hann verði að höfða einkamál. „Ég var að fá símtal frá LRH og þau eru að kanna hvort ég fái að kæra þetta eða verði að fara í einkamál, þó um sé að ræða hatursorðræðu og rangar sakagiftir í garð einstaklings sem tilheyrir viðkvæmum minnihlutahópi,“ segir Geiri.

„Ég er niðurbrotinn og fæ ekkert réttlæti,“ segir hann ennfremur og er afar ósáttur með stöðu mála. „Ég hef ekki efni á lögfræðingi og fæ ekki réttlæti þannig að það er ekkert eftir fyrir mig lengur. Þó svo að þarna séu rangar sakagiftir og hatursorðræða í garð manneskju í viðkvæmum minnihlutahópi þá er ég greinilega ekki jafn góður og aðrir sem fá að kæra svoleiðis.“

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Vala harðorð – „Einstaklingum sem falið er að aka yfir fjallvegi með atkvæði getur dottið í hug að „sleppa” einum kjörkassa“

Helga Vala harðorð – „Einstaklingum sem falið er að aka yfir fjallvegi með atkvæði getur dottið í hug að „sleppa” einum kjörkassa“
Fréttir
Í gær

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“
Fréttir
Í gær

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“
Fréttir
Í gær

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað