fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Sveinn Rúnar segir „froðufellandi“ starfsmann rússneska sendiráðsins hafa hringt í sig

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 8. mars 2022 10:45

Sveinn Rúnar - Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lagahöfundurinn Sveinn Rúnar Sigurðsson, sem samdi lagið Hækkum í botn flutt var í seinni undanúrslitum Söngvakeppninnar um helgina, sendi Míkhaíl Noskov, sendiherra Rússlands á Íslandi, skilaboð þegar tekið var viðtal við hann í beinni í undankeppninni.

„Ég er með kveðju til hans frá mér, flóttamönnum nýkomnum frá Úkraínu hér í salnum,“ sagði Sveinn og talaði svo á rússnesku. Björg Magnúsdóttir, einn af kynnum keppninnar, spurði Svein þá hvað hann hafi verið að segja og hann svaraði því. „Þetta þýddi: Sendiherraruslahaugs, áður Rússlands, á Íslandi, pakkaðu saman og farðu heim.

„Ég hef aldrei komið fram í sjónvarpi“

Ljóst er að þessi skilaboð Sveins hafa snert viðkvæmar taugar í sendiráði Rússlands hér á landi því Sveinn segist hafa fengið símtal þaðan vegna skilaboðanna sem hann sendi í Söngvakeppninni. „Froðufellandi starfsmaður rússneska sendiráðsins hafði samband og kvartaði undan því að ég hafi sagt sendiherra sínum að fara til fjandans í sjónvarpi…“ segir Sveinn í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag.

Hann segir svo í kaldhæðni að hann hafi aldrei gert neitt slíkt – svo virðist vera sem hann sé að herma eftir því hvernig Vladimir Pútín, forseti Rússlands, réttlætir innrásina í Úkraínu, með lygum. „Það hef ég aldrei gert. Ég hef aldrei komið fram í sjónvarpi. Myndir af mér í klæðnaðinum á myndinni eru falsaðar og hugmyndir sendiráðsins um það hvað stendur á bakvið fána Úkraínu eru byggðar á tómum getgátum,“ segir Sveinn í færslunni.

„Sú staðreynd að mestu kóræfingar í Íslandssögunni muni bráðum fara fram norðan, sunnan og austan við rússneska sendiráðið er tilviljun ein. Sú staðreynd að eingöngu verður sungið á Úkraínsku er tilviljun. Það að íslenskir & brakandi ferskir langdrægir tómatar séu í vösum fjöldans utan sendiráðsins er tilviljun. Við elskum einfaldlega öll sem eitt Íslenskt grænmeti.“

Sveinn segir svo að ef rússneska sendiráðið geri eitthvað til baka verði því svarað af meiri krafti. „Muni sendiráðið hinsvegar henda einni skammdrægri rússneskri rauðbeðu yfir gangstéttarbrúnina í átt að fjöldanum verður því umsvifalaust svarað af viðlíka krafti að heimsbyggðin hefur aldrei orðið vitni að öðru eins. Boombox verða ræst, í suðri, noðri og austri.. Carol of the bells (Schedryk) mun hljóma og minna smámennið í sendiráðinu á að morð Kremlar á höfundi þess, Mykola Leontovych átti sér stað fyrir ákkúrat 100 árum, en hann var myrtur fyrir sömu sakir og börn og almennir borgarar Úkraínu eru myrt nú… vegna aldagamallar baráttu þjóðar fyrir frelsi og lýðræði.“

Að lokum sendir hann Noskov tjákn (e. emoji) af hendi sem er að gefa fingurinn. „Meðfylgjandi hr. sendiherra er emoji af friðarmerki með fingrum. Hugmyndir þínar um að þetta sé eitthvað annað, eru helberar lygar og áróður..“

Uppfært: Í samtali við Vísi staðfestir Sveinn Rúnar að færsla hans sé uppspuni frá rótum, einskonar gjörningur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingur sakfelldur fyrir lyfjaþjófnað á Landspítalanum

Hjúkrunarfræðingur sakfelldur fyrir lyfjaþjófnað á Landspítalanum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“
Fréttir
Í gær

Lög ekki brotin þegar Ástráður var skipaður

Lög ekki brotin þegar Ástráður var skipaður
Fréttir
Í gær

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“