Tónlistarkonan Britney Spears hefur vakið gífurlega athygli undanfarna mánuði fyrir nektarmyndirnar sem hún hefur verið að birta á Instagram-síðu sinni. Fyrst þegar hún birti nektarmyndirnar var talið að hún væri að birta þær til að mótmæla föður sínum en hann var þá lögráðamaður hennar.
Nú er Britney laus úr ánauðinni og hefur fagnað frelsinu síðan – oftar en ekki með því að birta fleiri nektarmyndir. Ljóst er að Britney hélt áfram að birta nektarmyndirnar einnig í uppreisnarskyni. „Ég er að sýna líkamann minn í Frönsku Pólýnesíu sem uppreisnarseggur og sem frjáls kona,“ segir Britney í færslu sem hún birti á dögunum.
Nýjastu nektarmyndirnar sem Britney birti komu þó ekki með skilaboðum um frelsi eða uppreisn heldur lét hún stórar fréttir fylgja með þeim. „Ég er að plana að eignast börn í Pólýnesíu!!!!!!“ segir Britney í færslunni.
Margir Britney eru ánægðir fyrir hennar hönd og lýsa því yfir í fjölmörgum athugasemdum við færsluna. „Guð minn góður já!!! Eignastu öll börnin sem þú vilt og hvar sem þú vilt,“ skrifar til að mynda einn fylgjandi við færsluna. Þó eru fjölmargir fylgjendur hennar sem hafa áhyggjur af börnunum sem hún á nú þegar, Jayden James Federline og Sean Preston Federline en þeir eru 15 og 16 ára gamlir.
„Þú hugsar ekki einu sinni um börnin sem þú átt nú þegar,“ segir til dæmis í einni athugasemdinni. „Þú átt börn sem þú ert ekki einu sinni með forráð yfir,“ segir svo í annarri athugasemd og fjölmargir taka í svipaða strengi.
View this post on Instagram