fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Þorkell hættur við eftir „rætna gagnrýni“ – „Ég gat ekki hugsað mér að fara niður á þetta plan“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 8. mars 2022 09:49

Þorkell Sigurlaugsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorkell Sigurlaugsson hefur dregið til baka framboð sitt til formanns Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB).

„Ég fundaði með formanni félagsins Ingibjörgu Sverrisdóttur í gær og sagði henni frá ákvörðun minni. Við áttum gott samtal saman og hún tók undir flest af því sem ég hafði lagt áherslu á sem nýjungar eða breytingar í starfsemi félagsins og við munum eftir atvikum vinna saman að þeim verkefnum, eins og fram kemur í meðfylgjandi bréfi til félagsins þar sem ég dreg framboð mitt til baka,“ segir Þorkell í færslu sem hann birti á Facebooksíðu sinni nú í morgun.

Sjá einnig: Varar við fjandsamlegri yfirtöku í Félagi eldri borgara

DV sagði frá því um helgina að  Finnur Birgisson, fyrrverandi skipulagsfulltrúi Mosfellsbæjar, teldi fjandsamlega yfirtöku hugsanlega yfirvofandi í FEB með framboði Þorkels gegn sitjandi formanni, Ingibjörgu Sverrisdóttur. Þorkell býður sig einnig fram í 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnarkosninganna í vor.

Þorkell segir að eftir nánari umhugsun og athugasemdir frá ýmsum vinum mínum, stuðningsfólki til borgarstjórnar, þótti honum ekki við hæfi að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni og vildi ekki trufla með því framboð sitt í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins.

„Þetta hafði augljóslega haft áhrif á viðhorf sumra til mín, en erum við Ingibjörg bæði í Sjálfstæðisflokknum og hún hefur eins og ég verið virk í starfsemi félagsins. Það hafði greinilega áhrif að fram kom ýmis afar rætin gagnrýni á mig og fullyrðingar um að ég væri leppur sumra sem ætluðu að notafær sér félagið og ná þannig með mér yfirtöku á félaginu og nýta svo félagið til eigin ávinnings. Þetta truflaði augljóslega sumt stuðningsfólk mitt, en ég gat ekki hugsað mér að fara niður á þetta plan og taka þátt í starfsemi félagsins með þvílík ósannindi og áróður gegn mér m.a. af tveimur sitjandi stjórnarmönnum félagsins sem var misboðið að ég skyldi bjóða mig fram gegn sitjandi formanni. Mitt framboð hafði aldrei verið sett fram með einhverri persónulegri gagnrýni formann félagsins heldur fyrst og fremst til að vinna að ákveðnum breytingum og nýjum áherslum í starfsemi félagsins sem meðal annars komu ágætlega fram í svörum við spurningum sem „lifðu núna“ vefurinn beindi til mín í tengslum við framboðið,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Hjúkrunarfræðingur sakfelldur fyrir lyfjaþjófnað á Landspítalanum

Hjúkrunarfræðingur sakfelldur fyrir lyfjaþjófnað á Landspítalanum
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“
Fréttir
Í gær

Lög ekki brotin þegar Ástráður var skipaður

Lög ekki brotin þegar Ástráður var skipaður
Fréttir
Í gær

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“