fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Nokkrar mýtur um kvef, hálsbólgu og flensu

Pressan
Laugardaginn 20. apríl 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar höfuðverkur hrjáir mann, hálsbólgan er að drepa mann og hitinn hækkar er gott að vita hvað virkar í raun og veru gegn þessum leiðindaveikindum. Það er því ráðlegt að byrja á að komast að hvort um skammvinna kvefpest er að ræða eða hina einu og sönnu inflúensu.

„Þú skalt drekka mikið te þegar þér er illt í hálsinum. Klæddu þig vel til að losna við veikindin með svitanum. Það virkar sérstaklega vel ef þú ert með háan hita. Mundu að setja smá romm i teið til að draga úr hóstanum.“

Þetta eru meðal margra húsráða sem hafa verið gefin í gegnum tíðina. En hvað er í raun og veru rétt og hvað er rangt í sumum þeirra húsráða sem oft eru veitt?

Allan Randrup Thomsen, prófessor við Kaupmannarhafnarháskóla og einn helsti sérfræðingur Dana í smitsjúkdómum, ræddi þetta við alt.dk og kom með nokkrar þumalfingursreglur og góð ráð varðandi húsráðin.

Hann sagði að fyrst sé mikilvægt að vita hvort um inflúensu sé að ræða eða bara hefðbundna kvefpest eða annað álíka.

Þegar þú færð klassískt kvef þá stíflast nasirnar en það er lítið um hósta og enginn hiti.

Hálsbólgu fylgja verkir í hálsinum og hósti. Hugsanlega hiti en ekki hár.

Ef hitinn er hár þá er um inflúensu að ræða en henni fylgir almenn vanlíðan í líkamanum og oft hóstar fólk meira.

Þessi einkenni geta alveg skarast.

Það hjálpar að drekka heitt te og súpu – Nei, sagði Thomsen. Hann sagði ljóst að það lini hálsbólgu að drekka eitthvað heitt en það breyti ekki framgangi sjúkdómsins. Þetta sé einfaldlega leið til að lina þjáningarnar en breyti engu um framgang sjúkdómsins.

Ef maður borða meira af C-vítamíni losnar maður fyrr við sjúkdóminn – Nei, sagði Thomsen. Hann sagði engin áhrif af því að taka meira af C-vítamíni nema við öfgakenndar aðstæður. Fólk sem sofi eðlilega og borði eðlilega sé með nóg C-vítamín í líkamanum.

Maður smitar meira þegar maður hóstar og hnerrar – Bæði og, sagði Thomsen. Hann sagði að hnerri sé ekki eins hættulegur, hvað þetta varðar, og maður gæti haldið. Það sé hins vegar það sem komi með þegar maður hóstar og hnerrar sem sé slæmt og innihaldi veirur. Hvað varðar hósta þá sé hann meira smitandi því hann komi dýpra úr öndunarfærunum. Því sé mikilvægt að hósta í ermina en ekki út í loftið.

Maður má ekki kyssa neinn þegar maður er með inflúensu eða kvef – Jú, sagði Thomsen. Hann sagði að kossar séu ekki eins smitandi og fólk heldur því þar komi munnurinn við sögu. Það sé aðallega það sem kemur úr nefinu sem smitar. Það sé þó góð hugmynd að draga aðeins úr kossaflensi á meðan á veikindum stendur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi