fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Þetta vissir þú ekki um Vladímír Pútín

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. mars 2022 06:59

Er þetta að springa í andlitið á Pútín? Mynd: EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, er líklega einn umtalaðasti maður heims í dag. Hann er þekktur fyrir að vera ískaldur og yfirvegaður öllum stundum. En hann á sér einnig mýkri hliðar.

Hér fyrir neðan nefnum við nokkur atriði um hann sem þú vissir líklega ekki um.

Hann er að sögn mikill dýravinur, kannski meiri dýravinur en mannvinur ef marka má stríðsrekstur hans í Úkraínu. History Colored segir að hann sé mikill dýravinur og baráttumaður fyrir dýravernd. Hann á sjálfur marga hunda og hann lagði sitt af mörkum til að bannað yrði að drepa götudýr í Rússlandi að ástæðulausu.

Hann aðstoðaði Edward Snowden, einn þekktasta uppljóstrarar sögunnar í Bandaríkjunum. Snowden lak háleynilegum ríkisleyndarmálum um ólöglega vöktun yfirvalda á bandarískum ríkisborgurum og ríkisborgurum annarra ríkja. Hann flúði land og bandarísk yfirvöld ógiltu vegabréf hans. Þá var Snowden í Rússlandi þar sem hann fékk síðan hæli og hefur verið þar síðan.

Pútín hefur verið tilnefndur til Friðarverðlauna Nóbels þótt erfitt sé að trúa því í ljósi atburðanna í Úkraínu. Hann var tilnefndur til þeirra fyrir að hafa talið Bashar al-Assad, einræðisherra í Sýrlandi, á að afhenda efnavopn sín svo ekki þyrfti að beita valdi til að ná þeim af honum.

Pútín hefur verið forseti Rússlands í rúmlega 20 ár. Hann var forseti frá 1999 en þá tók hann við eftir skyndilegt frá Boris Jeltsín. Hann var síðan kjörinn forseti 2000 og endurkjörinn 2004. Hann tók við sem forsætisráðherra 2008 því þá mátti hann ekki bjóða sig fram á nýjan leik samkvæmt ákvæði stjórnarskrárinnar. Dmitry Medvedev, „lærlingur“ hans, tók þá við forsetaembættinu. Pútín tók síðan aftur við forsetaembættinu 2012 og hefur gegnt því síðan.

Þrátt fyrir að vera alinn upp í fátækri fjölskyldu í Leníngrad, nú St. Pétursborg, þá náði hann að mennta sig og lauk lögfræðinámi.

Strax að loknu námi var hann ráðinn til starfa hjá leyniþjónustunni KGB. Hann starfaði hjá henni þar til Sovétríkin liðu undir lok. Þá hófst pólitískur ferill hans.

Pútín er ekki þekktur aðdáandi Vesturlanda en hann hefur greinilega ekki neitt á móti vestrænni tónlist því í viðtali við Times Magazine 2007 sagðist hann elska Bítlana og sagði að uppáhaldslagið væri Yesterday.

Pútín hefur haldið einkalífi sínu vel leyndu. Vitað er með vissu að hann á tvö börn með fyrrum eiginkonu sinni, Lyudmila Shkrebneva. Þetta eru dæturnar Maria og Katerina. Hann er sagður eiga ástkonu og allt að fjögur börn með henni en hann er sagður hafa komið þeim fyrir í öruggu skjóli í Sviss vegna stríðsins í Úkraínu.

Hér er Pútín sagður fela ástkonu sína og börn

Eins og DV skýrði frá í gær þá telja sumir að Pútín þjáist af ólæknandi krabbameini og sé dauðvona.

Segja að Pútín sé dauðvona af krabbameini

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Vala harðorð – „Einstaklingum sem falið er að aka yfir fjallvegi með atkvæði getur dottið í hug að „sleppa” einum kjörkassa“

Helga Vala harðorð – „Einstaklingum sem falið er að aka yfir fjallvegi með atkvæði getur dottið í hug að „sleppa” einum kjörkassa“
Fréttir
Í gær

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“
Fréttir
Í gær

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“
Fréttir
Í gær

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað