Hann sagði að ef Bandaríkin og ESB banna innflutning á rússneskri olíu muni Rússar hugsanlega loka fyrir gasstreymi til Evrópu. Hann sagði jafnframt að Vesturlönd verði þá hugsanlega að takast á við að verðið á hverri olíutunnu verði 300 dollarar en það er nú um 140 dollarar auk þess sem hugsanlega verði skrúfað fyrir gas til Evrópu.
Hann sagði að þetta geti orðið sviðsmyndin ef ESB og Bandaríkin gera alvöru úr hótunum sínum um að banna innflutning á rússneskri olíu.
Novak sagði að það muni taka ESB rúmlega ár að finna aðra afhendingaraðila á olíu ef lokað verður fyrir innflutning á rússneskri olíu. Það geti leitt til miklu hærra verðs.
Hann sagði að evrópskir stjórnmálamenn verði að vera heiðarlegir og vara almenning við því sem bíður ef lokað verður fyrir rússneska olíu. Hann sagði að Rússar séu undir það búnir að lokað verði fyrir olíusölu þeirra til ESB og Bandaríkjanna og viti hvert þeir geti selt olíu og gas ef svo fer.
Joe Biden, Bandaríkjaforseti, mun tilkynna síðar í dag að innflutningur á rússneskri olíu til Bandaríkjanna verði bannaður. ESB ætlar að draga úr gasinnflutningi frá Rússlandi um 2/3 hluta fyrir áramót.