fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

11 ára úkraínskur drengur ferðaðist 1.000 km eins síns liðs til að komast úr landi – Símanúmer var skrifað á handarbak hans

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. mars 2022 05:14

Drengurinn með sjálfboðaliðum í Slóvakíu. Mynd:Ministerstvo vnutra SR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

11 ára úkraínskur drengur ferðaðist aleinn tæplega 1.000 km leið til að komast frá heimili sínu í Úkraínu til Slóvakíu. Hann var aðeins með plastpoka og vegabréf meðferðis og foreldrar hans höfðu skrifað símanúmer á handarbak hans.

Sky News segir að drengurinn hafi farið frá Zaporizhzhia og farið nánast þvert yfir landið til að komast til Slóvakíu. Foreldrar hans neyddust til að vera áfram í landinu og sendu hann því einan af stað.

Við komuna til Slóvakíu tóku sjálfboðaliðar við honum.

Drengurinn eftir komuna til Slóvakíu. Mynd:Ministerstvo vnutra SR

 

 

 

 

 

 

Í færslu á Facebooksíðu slóvakíska innanríkisráðuneytisins er drengnum hrósað fyrir hugrekki og staðfestu. Fram kemur að hann hafi að sjálfsögðu fengið mat og drykk við komuna til landsins.

Starfsfólki innanríkisráðuneytisins tókst að hafa upp á ættingjum hans í Slóvakíu með því að hringja í símanúmerið sem var skrifað á handarbak hans.

Foreldrar hans höfðu skrifað símanúmer á handarbak hans. Mynd:Ministerstvo vnutra SR

Um 130.000 úkraínskir flóttamenn hafa komið til Slóvakíu frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“

Björgólfur Thor minnist föður síns: „Innst inni er ég ennþá sami litli strákurinn sem lítur upp til pabba síns með aðdáun og stolti“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“

Oddur rifjar upp kvöldið þegar hann bugaðist: „Tárin runnu fram og ég mátti mín lítils“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Vala harðorð – „Einstaklingum sem falið er að aka yfir fjallvegi með atkvæði getur dottið í hug að „sleppa” einum kjörkassa“

Helga Vala harðorð – „Einstaklingum sem falið er að aka yfir fjallvegi með atkvæði getur dottið í hug að „sleppa” einum kjörkassa“
Fréttir
Í gær

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“

Fjölskylda Ástu veiktist á þorrablótinu á Borg – Segir veisluþjónustuna enga ábyrgð taka – „Gaslýsingar hans í garð gestanna halda svo áfram í fjölmiðlum“
Fréttir
Í gær

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“
Fréttir
Í gær

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað