fbpx
Miðvikudagur 11.desember 2024
Fókus

Birtir nektarmyndir vegna stríðsins í Úkraínu

Fókus
Mánudaginn 7. mars 2022 16:30

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska fyrirsætan og athafnakonan Caprice Bourret er greinilega ekki sama um stríðið í Úkraínu. Fyrir tæpri viku síðan birti hún myndir af sér við hjálparstörf á Instagram-síðu sinni. Á myndunum var hún að safna saman hlutum til að senda til Úkraínu. Þá sendi hún fylgjendum sínum skilaboð og bað þá um að hjálpa góðgerðarstarfinu.

„Kæru vinir í London, ég þarf á ykkar hjálp að halda,“ skrifar hún með myndunum og fer svo yfir þá hluti sem verið er að safna til að senda til Úkraínu. Hún óskar til eftir hleðslubönkum, bakpokum, sokkum, sjúkrabúnaði, lyfjum, svefnpokum og fleiru. „Ef þið eigið eitthvað af þessu og þið þurfið ekki að eiga það eða eruð ekki að nota það, vinsamlegast gefið það,“ segir hún.

Þetta framtak Caprice vakti nokkra athygli en í dag komst hún þó á forsíður fjölmiðla í Bretlandi fyrir aðra færslu sem tengist stríðinu en í henni birti hún myndir af sér naktri. Caprice birti umræddar myndir á Instagram-síðu sinni og merkti þær með myllumerkinu #nowar. Þá hafði hún skrifað „F U WAR“, sem þýðir einfaldlega „farðu til fjandans stríð“, með svörtum stöfum á líkamann sinn og gefur hún fingurinn á nokkrum af myndunum.

Skjáskot/Instagram

Myndirnar vöktu mikil viðbrögð hjá fylgjendum Caprice. „Guð minn góður þú ert algjör goðsögn, þvílík yfirlýsing,“ skrifaði til að mynda einn fylgjandi í athugasemd við myndirnar. „Frábær leið til að taka afstöðu,“ skrifaði annar.

Færslan með nektarmyndunum stendur þó ekki lengur á Instagram-síðu Caprice. Ekki er víst hvort hún hafi ákveðið að eyða þeim sjálf eða þá hvort Instagram hafi fjarlægt þær sökum nektar en samfélagsmiðillinn verður seint þekktur fyrir sérlegt dálæti á nekt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Talaði Trump af sér?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember

Vikan á Instagram – Sjóðandi heitur desember
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“

„Það er of mikil áhersla lögð á að fá einhverja einkunn á prófi en gleymist að það gengur ekki upp ef börnum líður illa“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið

Jólalestin mun keyra sinn árlega hring um höfuðborgarsvæðið í 30. skiptið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn

Harry Bretaprins rýfur þögnina um skilnaðarorðróminn