fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Fréttir

Kristín Elísabet í sjötta sæti á Arnold Classic – Rekur fyrirtæki í Bandaríkjum og sérhæfir sig í að vinna með meiðsli íþróttamanna

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. mars 2022 11:30

Kristín Elísabet á sviði í Arnold Classic 2020

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristín Elísabet keppti á Arnold Classic um helgina og hreppti sjötta sætið í Amateur-flokki. Hún er búsett í Bandaríkjunum og þjálfar íþróttamenn út um allan heim. Meðal annars er hún fyrsta konan til að þjálfa karlalið í fremstu röð í rugby á háskólastigi ytra.

Þetta var í sjötta skiptið sem Kristín Elísabet keppti á Arnold Classic en um er að ræða einn stærsta íþróttaviðburður veraldar. Sjálf líkir hún þátttökunni við þátttöku í Ólympíuleikunum. „Þetta er í fimmta sinn sem ég keppi á þessu móti í Columbus í Ohio en ég hef einnig keppt á Arnold Classic í Madríd á Spáni. Það var frábær upplifun að stíga á sviðið og upplifa alla stemminguna. Ég er mjög sátt við árangurinn“, segir Kristín. Síðast þegar Kristín keppti í Columbus var það á sama tíma og heimsfaraldurinn skall á og því var um einkennilegt mót að ræða. Um tíma var óvíst hvort keppendur, sem höfðu undirbúið sig í marga mánuði, myndu fá að stíga á svið. Óvissan var gríðarleg og var til staðar alveg fram að keppnisdag.  Fjölmörgum íþróttagreinum var aflýst og þurftu því margir íþróttamenn víðsvegar frá í heiminum, sem ætluðu að keppa á mótinu, að sætta sig við það. Þrátt fyrir þetta óvissuástand og stressið sem því fylgdi, komst Kristín í úrslit mótsins.

Kristín býr í Los Angeles í Bandaríkjunum en þangað flutti hún eftir að hún lauk meistaranáminu sínu í Atlanta í fyrra. Hún er afar spennt fyrir að fara á svið á laugardaginn og segir hún stemmninguna vera gríðarlega góða. Hún er búin að vera í tæp 10 ár í sportinu og sér ekki eftir að hafa tileinkað sér þennan lífstíl.

Konráð reyndist örlagavaldur

„Ég steig fyrst á svið páskana 2013 á páskamótinu í Háskólabíó heima á Íslandi. Ég hóf þjálfun hjá Konráði Vali Gíslasyni eiganda Iceland Fitness í September 2012 og hann hvatti mig til að taka þátt á nóvembermótinu rúmum tveimur mánuðum seinna. Ég var nú ekki alveg á því að gera það og sagði við hann að ég væri ekkert að spá í að keppa og hefði ekki einu sinni farið á mót áður til að horfa á. Ég væri það lítið að spá í þessu. Ég hef alltaf verið á kafi í íþróttum. Ég spilaði handbolta í tíu ár, er með mörg belti í karate, keppti í snowcross á vélsleðum og stundaði skíði að kappi,“ segir Kristín. Þá hafði hún reynslu af því að stíga í svið í tískusýningum sem og í keppnum í dansi og því ófeiminn við að koma fram sem var góður grunnur fyrir íþróttina. Konráð ákvað að gefast ekki upp og spurði mig strax aftur eftir nóvembermótið, hvort ég ætlaði ekki að taka Íslandsmeistaramótið í apríl, sem ég endaði með að gera.

Konráð hafði mikil áhrif á feril Kristínar

Á síðustu stundu, rétt áður en formlegur skurður hófst fyrir það mót, ákvað ég að slá til þar sem þetta væri kannski fullkomin leið til vinna markvissara að mínum meiðslum sem eru þó nokkuð mörg; bæði íþróttameiðsl og eftir bílslys. Eftir þetta fyrsta mót var ekki aftur snúið. Ég varð yfir mig heilluð af sportinu. Konráð á því alfarið heiðurinn af því að hafa platað mig í að feta þessa braut. Sem ég er afar þakklát honum í dag, þar sem ég hef gert sportið að lífstíl og tekið það enn lengra með að sameina líkama og huga til að hámarka mína eiginleika og styrkja veikleika.

Hjálpar íþróttamönnum að koma í veg fyrir meiðsli

Eins og áður segir er Kristín Elísabet búsett í Bandaríkjunum. Þar þjálfar hún íþróttamenn og hjálpar þeim að hámarka árangurinn sinn óháð hvaða íþrótt þeir stunda og þar með lengja ferilinn þeirra líka.

„Ég er í grunninn Strength & Conditioning Coach og sérhæfð til að greina hvaða íþrótt sem er, stöður sem íþróttamennirnir spila, allar hreyfingar sem þeir framkvæma í sinni íþrótt og íþróttamennina sjálfa til að aðstoða þá í að hámarka frammistöðu sína. Til viðbótar tók ég meistaragráðu í Life University í Atlanta í Bandaríkjunum í Sport Injury Management, til að hjálpa íþróttamönnum að koma í veg fyrir meiðsli og útrýma núverandi meiðslum. Ásamt þessum þáttum býð ég mínum viðskiptavinum líka upp á þjálfun í  að styrkja hugann á margvíslegan hátt sem er líka sérhannað fyrir hvern og einn til að hámarka frammistöðu. Viðskiptavinir mínir geta því valið úr mörgu og sumir sameina allt ofangreint. Þetta hámarkar ekki aðeins árangur í þeirra íþrótt heldur hefur þetta stórbætt líf almennt, þeirra sem ég hef unnið með,“ segir Kristín.

Fyrsta konan til að þjálfa fremsta karla rugby lið Bandaríkjanna á háskólastigi

Þegar Kristín bjó í Atlanta, varð hún fyrsta konan til að þjálfa fremsta karla rugby lið Bandaríkjanna. Liðið hafði orðið landsmeistarar sjö ár í röð þegar byrjaði að vinna með þá. „Þeir voru alls ekki vanir að hafa konu í lyftingarsalnum og því var þetta mjög óvenjulegt fyrir þá til að byrja með. Þegar þeir sáu hvað í mér bjó, strax í fyrstu vikunni, áttuðu þeir sig á að ég væri komin til að hjálpa þeim að verða enn betri leikmenn, undirbúa þá fyrir atvinnumennsku og sjá til þess að ferillinn þeirra yrði langur og farsæll. Strax á annarri viku fór þeir að kalla mig  mig Coach K og ég hef gengið undir því nafni síðan. Það þótti mér afar vænt um og ber þetta gælunafn með stolti”, segir Kristín.

Coach K með hluta af liðinu sínu

Hún segir að mikil viðurkenning hafi falist í því að 48 úrvalsíþróttarmenn hafi tekið henni opnum örmum. „Þessi tími var mér mjög dýrmætur og er ég ennþá í sambandi við þá þó svo ég búi í Los Angeles og ég læt þá vita reglulega að ég sé alltaf að fylgjast með þeim og þeir verði að gera mig stolta”.

Elísabet hlaupadrottning ein sú eftirminnilegasta

Þegar Kristín er spurð hver er eftirminnilegasti íþróttamaðurinn sem hún hefur unnið með, segist hún eiga erfitt með að velja á mili.

„Ameríska rugby liðið mun ávallt eiga stað í mínu hjarta. En ég held mikið upp á samstarf mitt með Elísabetu Margeirsdóttur hlaupadrottningu. Hafþór Júlíus Björnsson og fyrrum sterkasti maður Ameríku Travis Ortmayer standa einnig upp úr, ásamt goðsögninni Odd Haugen, sem er betur þekktur sem the ViceGrip Viking. Ég um að setja upp  Strength & Conditioning prógram fyrir Elísabetu þegar við vorum að undirbúa hana við að setja heimsmet í að hlaupa Gobi eyðimörkina í Kína á 97 klst og 11 mínútum í öllum veðrum. Við unnum einnig með hugann. Ég hannaði progröm til að hún yrði ekki fyrir álagsmeiðslum og við ræddum næringu mikið var afar mikilvægur þáttur í því sem hún afrekaði. Þetta heimsmet sem hún setti er einstakt í alla staði og segja sumir ómannlegt. Hún náði að þjálfa hugann á hæstu hæðir til að afreka þetta með stæl og markmið mitt var að hanna prógrammið þannig að  hún myndi ekki crash-a þegar hún væri búin að setja heimsmetið, sem hefði verið mjög mannlegt og eðlilegt að gera eftir þessi átök. Hún var komin á æfingu til mín fjórum dögum eftir að hún kom heim. Auðvitað ekki af fullum krafti en í góðum gír. Eftirkeppnisferlið sérhannaði ég líka fyrir hana, til að fara eftir þegar keppni lauk og stóðst hún allt sem ég setti henni fyrir og var hún algjörlega til fyrirmyndar“, segir Kristín.

Þá hafi hún aðstoð Hafþór Júlíus Björnsson eftir að hann meiddist á World Strongest Man 2019 og að Fjallið eigi alltaf sérstakan stað í hjarta hennar.

 

Fjallið og Kristín Elísabet á góðri stund

 

Stofnaði fyrirtækið Better Elite Performance

Kristín starfar í dag víðsvegar um heiminn og og nýtir sér internetið óspart við vinnu sína ef viðskiptavinir hennar eru í öðru landi til dæmis. Hún býður upp á tíma í eigin persónu þegar hún er á Íslandi sem er nokkuð oft og líka út í Los Angeles.  Í fyrra stofnaði Kristín fyrirtæki í kringum starfsemina sína sem heitir Better Elite Performance. Hún er með Instagram síðu @bettereliteperformance og Facebook síðu sem er undir sama nafni. Heimasíðan bettereliteperformance.com er í vinnslu og verður hægt að panta tíma þar líka auk þess að nálgast ýmiskonar þekkingu sem tengist íþróttaheiminum og þjálfun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“
Fréttir
Í gær

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg

Tók meira en tvö ár að fá svör frá Reykjavíkurborg
Fréttir
Í gær

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma

Leita að einstaklingi í Tálknafirði sem hefur ekki náðst í um tíma
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki

Læknar vara við því að vinsælar olíur geti verið að valda mikilli aukningu krabbameins í ungu fólki