fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Danir styrkja her sinn og boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu um þátttöku í hernaðarsamstarfi ESB

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. mars 2022 08:52

F-16 á flugi yfir Danmörku. Mynd:Flyvevåbnets Fototjeneste/Forsvarskommandoen

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, boðaði til fréttamannafundar í gærkvöldi þar sem hún kynnti samning ríkisstjórnarinnar við Venstre, De Konservative, De Radikale og SF um varnarmál. Samkvæmt honum fær herinn 3,5 milljarða danskra króna í aukaframlag á þessu ári. Að auki verður boðað til þjóðaratkvæðagreiðslu þann 1. júní þar sem kosið verður um hvort Danir eigi að taka þátt í varnarsamstarfi ESB en þeir hafa fyrirvara við það í aðildarsamningi sínum við ESB og taka engan þátt í því samstarfi sem stendur.

Á fundinum kom fram að framlög til varnarmála verða aukin upp í 2% af vergri þjóðarframleiðslu og á það markmið að nást að fullu 2033. Það þýðir að útgjöld til varnarmála munu aukast um 18 milljarða danskra króna á ári. Útgjöldunum verður aðallega mætt með hallarekstri ríkissjóðs upp á 0,5%.

Herinn fær 3,5 milljarða í aukaframlag á þessu ári og einnig á næsta ári.

Það er innrás Rússa í Úkraínu og viðsjárvert ástand á alþjóðavettvangi sem er ástæðan fyrir þessum breytingum á útgjöldum Dana til varnarmála og fyrir þjóðaratkvæðagreiðslunni.

„Sögulegir tímar kallar á sögulegar ákvarðanir. Við stöndum hér saman í dag því við höfum tekið sögulega ákvörðun um öryggi Danmerkur og sameiginlega framtíð okkar,“ sagði Frederiksen í gær. Hún sagði einnig að stefnt væri að því að Danir hætti alfarið að nota gas frá Rússlandi og það eins fljótt og unnt er. Hún sagði að það muni kosta peninga en því verði mætt með breytingu á fjárlögunum þannig að heimilt verði að reka ríkissjóð með halla.

„Á síðustu 10 dögum hefur heimurinn breyst. Það var Evrópa fyrir 24. febrúar og önnur Evrópa eftir það,“ sagði hún og undir það tók Jakob Elleman-Jensen, formaður Venstre, sem sagði að ráðist hefði verið inn í frjálst lýðræðisríki. Nú væri ekki lengur hægt að vera barnalegur. Heimurinn sé breyttur og það sé stríð í Evrópu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Margrét biður Grindvíkinga um aðstoð

Margrét biður Grindvíkinga um aðstoð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón Þröstur var að undirbúa sig fyrir spennandi kafla í lífi sínu þegar hann hvarf skyndilega

Jón Þröstur var að undirbúa sig fyrir spennandi kafla í lífi sínu þegar hann hvarf skyndilega
Fréttir
Í gær

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“
Fréttir
Í gær

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég hefði misst son minn ef ekki væri flugvöllur alveg við spítalann“

„Ég hefði misst son minn ef ekki væri flugvöllur alveg við spítalann“