fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Hafa dregið upp þrjár skelfilegar sviðsmyndir um vaxandi átök í Evrópu – „Við verðum að viðurkenna að spennan er á krítísku stigi“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. mars 2022 08:05

Eldar í Kyiv eftir árásir Rússa.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með mikilli leynd hafa ráðgjafar Joe Biden, Bandaríkjaforseta, í öryggismálum dregið upp þrjár skelfilegar sviðsmyndir um hvernig stríðið í Úkraínu getur þróast og hvernig Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, muni bregðast við sívaxandi einangrun sinni á alþjóðasviðinu.

New York Times skýrir frá þessu og hefur eftir heimildarmönnum, sem standa Biden nærri, að eftir því sem refsiaðgerðir Vesturlanda bíti meira og stríðsreksturinn í Úkraínu gangi illa geti farið svo að Pútín verði svo örvæntingarfullur að hann muni grípa til enn óskynsamlegri aðgerða en fram að þessu.

Ráðgjafarnir segja að sögn að nú sé sá ófyrirséði vandi kominn upp að refsiaðgerðirnar hafi verið svo áhrifamiklar að Pútín finnist að nú þurfi hann að bæta fyrir þau mistök sem hann gerði í upphafi stríðsins.

Pútín hefur verið sakaður um að hafa ekki reiknað nægilega vel með getu úkraínska hersins til að stöðva framrás rússneska hersins.

Bandarísku öryggisráðgjafarnir óttast að í reiði sinni kunni Pútín að byrja að láta sprengjum rigna í enn meira magni yfir úkraínskar borgir til að ná aftur undirtökum í stríðinu. Óttast þeir að Pútín muni hegða sér sífellt óskynsamlegar og það muni gera bandarískum leyniþjónustustofnunum enn erfiðara fyrir að sjá þróun mála fyrir.

Þeir óttast einnig að hann muni láta tölvuher sinn ráðast á bandarísk fjármálafyrirtæki og orkufyrirtæki og þriðja sviðsmyndin er að hann muni ráðast með herliði á fleiri Evrópuríki.

Þessi umræðu kemur á sama tíma og bandarískar leyniþjónustustofnanir hafa látið í ljós áhyggjur af andlegri heilsu Pútín.

Til að hella ekki olíu á eldinn ákváðu bandarísk stjórnvöld í síðustu viku að hætta við fyrirhugaða tilraun með svokallaða Minutemaneldflaug. John F. Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytisins, skýrði frá þessu og sagði að ekki hefði verið auðvelt að taka þessa ákvörðun en það hafi verið gert til að sýna að Bandaríkin séu ábyrgt kjarnorkuveldi: „Við verðum að viðurkenna að spennan er á krítísku stigi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi