fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Segir að nú snúist stríðið um hvernig Pútín geti bjargað orðspori sínu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. mars 2022 08:01

Pútín er líkt við pókerspilara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefði verið hægt að koma í veg fyrir stríðið í Úkraínu? Hegðar Vladímír Pútín sér skynsamlega? Hvernig mun þetta enda?

Jótlandspósturinn leitaði svara við þessu hjá Olivier Schmitt, frönskum prófessor, sem fylgist grannt með gangi mála í Úkraínu. Hann sagðist sjá þrjár mögulegar leiðir til að stríðinu ljúki og að tíminn skipti öllu varðandi hver þeirra gengur eftir.

Hann sagði að tíminn skipti báða aðila miklu máli. Rússar vilji ljúka stríðinu sem fyrst en Úkraínumenn draga það á langinn svo refsiaðgerðirnar gegn Rússlandi fari að bíta og vopnasendingar Vesturlanda komi að sem mestu gagni og valdi Rússum miklu tjóni. Rússar reyni í raun að vinna skjótan sigur en Úkraínumenn reyni að gera þetta að langvarandi stríði. Enn sé of snemmt að segja hvor aðilinn sigrar.

Hvað varðar þá þrjá möguleika um endalok stríðsins, sem hann telur hugsanlega, þá sé auðveldast að hallast að sigri Rússa. Úkraínumenn hafi þó komið í veg fyrir það enn sem komið er og nú snúist vörn þeirra aðallega um að halda höfuðborginni Kyiv á sínu valdi.

Annar möguleiki sé einhverskonar kyrrstaða sem endi með að samið verður um frið, hugsanlega með að Donbas og Krím verði gert að rússneskum yfirráðasvæðum sem Úkraína muni viðurkenna sem slík: „En það sem veldur mér áhyggjum er að ef Pútín nær ekki þeim hámarksárangri sem hann hefur sett sér með algjöru hernámi þá verður eitthvað að koma til sem bjargar æru hans. Ástæðan er að hann er búinn að búa til svo þrönga skýringu um að Rússar séu að berjast við nasista að ef Rússar hætti að berjast við þá, þá verða þeir sjálfir vondir. Það verður eitthvað að koma til svo samningar náist. Ég veit ekki hvað það er.“

Hann sagðist telja að þrátt fyrir þetta sé líklegast að samið verði um stríðslok án þess að Rússar hafi sigrað.

Hvað varðar þriðja möguleikann sagðist hann ekki hafa trú á honum. Í honum felist breytingar í Moskvu þar sem óánægðir olígarkar láti sig hverfa því þeir séu óánægðir með að hafa ekki aðgang að snekkjum sínum og glæsihöllum. Enn sé þó ef snemmt að segja til um þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Baráttan fyrir sniðgöngu á Eurovision ekki lokið – Þrándur birtir beitta ádeilu

Baráttan fyrir sniðgöngu á Eurovision ekki lokið – Þrándur birtir beitta ádeilu
Fréttir
Í gær

Fasteignasala situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hundsað útgáfufélag árum saman

Fasteignasala situr eftir með sárt ennið eftir að hafa hundsað útgáfufélag árum saman
Fréttir
Í gær

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Að sleppa frá ofbeldi ætti að marka upphaf nýs lífs, ekki nýja martröð“

„Að sleppa frá ofbeldi ætti að marka upphaf nýs lífs, ekki nýja martröð“