fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Fimm hugsanlegar sviðsmyndir stríðsins í Úkraínu

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. mars 2022 07:14

Rússnesk herflugvél sem var skotin niður í upphafi stríðsins í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stríðið í Úkraínu geisar af miklum krafti og nær öruggt má telja að mörg þúsund manns hafi látið lífið fram að þessu og ekki er að sjá að blóðbaðinu fari að ljúka. Erfitt er að segja til með vissu um fjölda fallinna og særðra því reikna má með að báðir stríðsaðilar skýri ekki rétt frá tölunum. En hvernig mun stríðið þróast? Hversu lengi mun það vara?

Þetta eru spurningar sem reynt var að svara á vef Norska ríkisútvarpsins um helgina með aðstoð Tor Bukkvoll, sem er sérfræðingur hjá rannsóknarstofnun norska hersins. Hann dró upp fimm sviðsmyndir sem hann telur að geti komið til greina um þróun stríðsins.

Skammvinnt stríð er ein þeirra. Í því felst að Rússar munu herða árásir sínar og hersveitir þeirra ná höfuðborginni Kyiv á sitt vald innan nokkurra daga. Þeir ná einnig yfirráðum yfir stærstum hluta landsins í kjölfarið. Þetta er að mati Bukkvoll sú sviðsmynd sem Rússar töldu að myndi eiga við en nú sé orðið vafasamt að þeir vinni skjótan sigur.

Langvinnt stríð er annar möguleiki að hans mati. Í því felst að staðan verður óljós nema hvað Rússar sigra ekki en tapa heldur ekki. Rússneskar hersveitir muni eiga í erfiðum bardögum í Kyiv og víðar. Þá geti staðan verði sú að Úkraínumenn geti komið í veg fyrir sigur Rússa í stríðinu. Eftir því sem tíminn líði muni úkraínskar hersveitir á herteknum svæðum skipta yfir í skæruhernað og ráðast á birgðaflutningaleiðir Rússa. Bukkvoll sagðist telja að þetta geti endað með að Rússar telji sig ekki eiga neina aðra kosti en sprengja innviði landsins. Það geti valdið mikilli eyðileggingu, svipað og gerðist í Tsjetsjníu þegar Rússar lögðu höfuðborgina Grosní í rúst á tíunda áratugnum.

Fleiri ríki dragast inn í stríðið er möguleiki sem ekki er hægt að útiloka að hans mati. Hann sagði að þrjár atburðarrásir geti orðið til þess að svo fari. Sú fyrsta er að Rússar ráðist á önnur ríki, til dæmis Eystrasaltsríkin eða Pólland. Nú séu vopn send til Úkraínu í gegnum Pólland og Pútín geti talið þetta sem aðgerðir óvina. Hann sagði að þetta væri frekar ólíklegt því Rússar séu nú með nær allan tiltækan herafla sinn í Úkraínu og vandséð sé að þeir ráði við stríð á öðrum vígstöðvum. Önnur leið er að NATO-ríkin grípi inn í, til dæmis með því að setja upp flugbannssvæði yfir Úkraínu. Ekki sé hægt að útiloka að gripið verði til þess vegna þrýstings frá almenningi vegna hræðilegra mynda sem berast frá Úkraínu. Þriðji möguleikinn er að fleiri dragist inn í stríðið fyrir mistök. Óhöpp geti orðið í yfirstandandi stríðsrekstri og það geti leitt til þess að fleiri blandi sér í stríðið.

Pútín verður steypt af stóli er ein möguleg sviðsmynd að mati Bukkvoll. Hann sagði að ekki sé að sjá að það sé að fara að gerast á næstunni en ekki sé hægt að útiloka þann möguleika að annað hvort geri almenningur uppreisn og steypi honum af stóli eða þá að elítan, þar á meðal liðsmenn leyniþjónustustofnana, blandi sér í málin og steypi honum af stóli. Ekki sé hægt að útiloka að bæði komi til mótmæla almennings og uppreisnar elítunnar og það muni leiða til þess að Pútín verði steypt af stóli.

Fimmta sviðsmyndin er að Rússland og Úkraínu semji um frið. Hann sagði að svo lengi sem fulltrúar ríkjanna ræðist við sé ekki hægt að útiloka að samningar náist um frið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Margrét biður Grindvíkinga um aðstoð

Margrét biður Grindvíkinga um aðstoð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón Þröstur var að undirbúa sig fyrir spennandi kafla í lífi sínu þegar hann hvarf skyndilega

Jón Þröstur var að undirbúa sig fyrir spennandi kafla í lífi sínu þegar hann hvarf skyndilega
Fréttir
Í gær

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“
Fréttir
Í gær

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég hefði misst son minn ef ekki væri flugvöllur alveg við spítalann“

„Ég hefði misst son minn ef ekki væri flugvöllur alveg við spítalann“