fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Úlfakreppa einræðisherrans – Mun árás Rússa á Úkraínu ýta undir lýðræðisþróun í Rússlandi?

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. mars 2022 05:13

Pútín er líkt við pókerspilara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, er ekki undanskilinn sögulegri tilhneigingu og þegar upp verður staðið getur það kostað hann forsetaembætti og ýtt undir lýðræðisþróun í Rússlandi.

Þetta er mat Jacob Nyrup sem er postdoc við Oslóarháskóla en hann sérhæfir sig í rannsóknum á einræðisríkjum.

„Við erum í mjög óvissri stöðu þar sem allt getur hrunið til grunna hjá Pútín,“ sagði hann í samtali við Videnskab.dk.

Hann sagði að rússnesku hersveitirnar mæti mikilli mótspyrnu Úkraínumanna og framsókn þeirra sé mjög lítil. Rússneskt efnahagslíf glími við mikla erfiðleika og það geti valdið atvinnuleysi. Olígarkarnir finni fyrir refsiaðgerðum, bæði á fjárhag sínum og eignum. Nú sé mikill þrýstingur á Pútín og næstu mánuðir muni leiða í ljós hvort hann geti haldið völdum. „Ég myndi skjóta á að það séu helmingslíkur á að honum verði bolað frá völdum en það er auðvitað mjög óvisst,“ sagði hann.

Hann sagði einnig að séð í sögulegu ljósi þá sé tilhneiging til að mistök einræðisherra hafi í för með sér lýðræðisvakningu. Þessu til stuðnings vísaði hann í rannsókn bandaríska stjórnmálafræðingsins Daniel Treisman frá 2020 þar sem hann fór yfir alla þá lýðræðisþróun sem hefur átt sér stað síðan 1800 og skoðaði hvað leiddi til þess að lýðræði komst á.

„Í rannsókninni segir að núverandi vísindakenningar geti ekki skýrt einstök tilfelli lýðræðisþróunar. Ferlin virðast meira eða minna vera tilviljanakennd en Treisman telur að þau eigi rætur að rekja til ákvarðana einræðisherra sem hafa ekki verið hugsaðar fram í tímann,“ sagði Nyrup.

Hann sagði einnig að við rannsóknir á einræðisríkjum og einræðisherrum sé unnið með hugtakið „úlfakreppa einræðisherrans“. Það gengur út á að þegar einræðisherrann verður of valdamikill í samanburði við elítuna verði valdið einstaklingsbundið. Það þýðir að valdið er bundið við einn einstakling og það hefur þær afleiðingar að ráðgjafar verða hræddir við að veita ráð og gagnrýnendur þagna því þeir óttast að verða refsað.

„Einræðisherrar enda í upplýsingakúlu þar sem ráðgjafar þeirra þora ekki að segja sannleikann. Í tengslum við Úkraínu hafa ráðgjafar Pútín væntanlega sagt að árás væri auðveld og að hún væri lögleg. Það hefur haft í för með sér að hann tók fljótfærnislegar og rangar ákvarðanir,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Margrét biður Grindvíkinga um aðstoð

Margrét biður Grindvíkinga um aðstoð
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Jón Þröstur var að undirbúa sig fyrir spennandi kafla í lífi sínu þegar hann hvarf skyndilega

Jón Þröstur var að undirbúa sig fyrir spennandi kafla í lífi sínu þegar hann hvarf skyndilega
Fréttir
Í gær

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“

Almar „í kassanum“ Atlason gerir upp gjörninginn fræga – „Heiður að fá úthlutað viðurnefni af þjóðinni“
Fréttir
Í gær

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað

Matvöruverð tekur stökk: Sjáðu hvaða vörur hafa hækkað og lækkað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég hefði misst son minn ef ekki væri flugvöllur alveg við spítalann“

„Ég hefði misst son minn ef ekki væri flugvöllur alveg við spítalann“