fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024

Helgin: Ömurleg tilboð og albönsk þjónustulund á Föstudaginn langa

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 29. mars 2018 19:00

Þórólfur - Fullt nafn rapparans fræga er Erpur Þórólfur Eyvindsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erpur Eyvindarson, einnig þekktur sem rapparinn Blazrocka, boðar fólk í hundleiðinlegt partí á Dillon, föstudaginn langa.

Yfirskriftin er Komdu að hanga á föstudaginn langa en samkvæmt lögum um helgidagafrið eru skemmtanir, svo sem dansleikir eða einkasamkvæmi á opinberum veitingastöðum, eða á öðrum stöðum sem almenningur hefur aðgang að, alveg bannaðar. Hið sama gildir um opinberar sýningar og skemmtanir þar sem happdrætti, bingó eða önnur svipuð spil fara fram.

Að þessu tilefni ætla Erpur og félagar hans að blása til þess sem hann kallar almennra leiðinda á föstudaginn langa. Þar munu hvorki dans né hverskonar skemmtanir verða liðnar en þess í stað ætla veisluhaldarar og félagar að þjást, líkt og kristur gerði á krossinum forðum daga.

Takið leiðinlega æskuvini með

Erpur í leiðindum á fermingardaginn.

Erpur hefur lagt mikla vinnu í að stúdera leiðindi og útkoman er nokkuð góð.

Hann hvetur til dæmis fólk til að taka leiðinlega vini með sér, það er að segja fólkið sem maður tengist út af einhverju öðru en því hvað það er skemmtilegt:

„Það eiga allir einhverja svona vini sem þeir eru meðvirkir með. Til dæmis gamla skólafélaga eða einhverja leiðinlega æskuvini. Þessu fólki er algerlega tilvalið að bjóða með á föstudaginn,“ segir hann og bætir við að á barnum verði boðið upp á volgan og vondan bjór með mikilli froðu.

Bjórinn verður borinn fram í óhreinum, kámugum glösum og svo verði hægt að fá mjög lélegt tequila:

„Þetta þarna ógeðslega með gula plasthattinum,“ útskýrir Erpur og segir að tilboðsverðin muni einnig vera ömurleg.

„Ekki af því þetta verður svo dýrt heldur verður stílað inn á asnalegar upphæðir eins og til dæmis 937 krónur. Auðvitað verður ekki til nein skiptimynt svo fólk þarf að taka fullt af klinki með sér. Svo verður þjónustan mjög slæm, svona eins og í Albaníu þar sem menn láta eins og þeir séu að gera manni greiða með því að afgreiða mann.“

Mikado á völtum borðum

Samkoman hefst klukkan ellefu fyrir hádegi og til stendur að láta arfaslæmar kvikmyndir um þjáningu krists rúlla úr skjávörpum allann daginn. Hann nefnir sem dæmi lélegar bandarískar myndir þar sem frelsarinn lítur út eins og norskur hástökkvari eða skíðamaður frá Uppsala.

Útvarpsstöðin Lindin verður höfð alveg í botni og svo á að spila öll leiðinlegustu borðspil mannkynssögunnar, helst þannig að teninga vanti og ekkert gangi upp:

„Trivial pursuit 1985 útgáfan sem engin veit svörin við, Slönguspilið (vantar teningana) og Mikado á völtum borðum. Ef fólk á eitthvað ógeðslega leiðinlegt spil, þá er um að gera að koma með það.“

Hlið gleðinnar opnast á miðnætti

Á miðnætti mun stemmningin hinsvegar taka u-beygju þegar Blazroca, U-Fresh (Hæsta hendin), Clanroca og Dj Balatron stíga á stokk og útrýma leiðindunum. Þá verður kaldur og froðulaus bjór borinn fram í hreinum glösum enda munu hinir þolinmóðu fá umbun fyrir úthaldið.

Þreyið og þér, styrkið hjörtu yðar, því að koma Drottins er í nánd, segir í Jakob 5:8. Það kostar 1500 krónur inn á tónleikana um kvöldið – en þeir sem koma fyrir klukkan átta, fá ekki bara frítt inn heldur fá þeir ískaldan og góðan drykk í boði hússins á miðnætti,“ segir Erpur að lokum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa

England: Dramatískur sigur Forest gegn Aston Villa
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrsta tap Bayern staðreynd

Fyrsta tap Bayern staðreynd
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Grínleikarinn settist í helgan stein 2022 en er mættur aftur – Ástæðan er einföld

Grínleikarinn settist í helgan stein 2022 en er mættur aftur – Ástæðan er einföld
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates

England: Tíu menn Liverpool náðu stigi – Markalaust á Emirates
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“

Er hann besti leikmaður úrvalsdeildarinnar? – ,,Eins og hann sé í fótbolta með vinum sínum“
Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við