fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Reynir segir að fólk eigi ekki að fordæma Kristjón – „Þarna er auðmaður að misnota sér fátækt fjölmiðlamanns“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 5. mars 2022 13:30

Skjáskot Mannlíf

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afar óvenjulegt viðtal birtist á Mannlífi í gærkvöld þegar Kristjón Kormákur, ritstjóri 24.is, steig fram og játaði innbrot inn í bíl Reynis Traustasonar, ritstjóra Mannlífs, sem og inn á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs. Játaði hann einnig að hafa tekið tölvur traustataki og eytt gögnum.

DV fjallaði um málið í gærkvöld. Þar kom fram að auðmaðurinn Róbert Wessman hafi fjármagnað rekstur 24.is en þó, að mati Kristjóns, ekki staðið við gerða samninga og ekki veitt þá fyrirgreiðslu sem heitið var. Fór svo að Kristjón átti ekki lengur fyrir launum starfsmanna.

Stríð hefur geisað milli Róberts og Mannlífs og hefur miðillinn birt marga neikvæðar fréttir um auðmanninn. Kristjón segir að Róbert hafi ekki beðið um innbrotið, engu að síður greip hann til þessa örþrifaráðs í von um að komast yfir gögn sem gætu hjálpað til í baráttunni við Mannlíf.

Þó að Róbert hafi ekki komið nálægt innbrotinu varpar Reynir þó sökinni á hann. Í Facebook-færslu biður hann fólk um að fordæma ekki Kristjón:

„Eftir tíðindi undanfarinna daga er mér efst í huga að grunntónninn í öllu þessu máli með Róbert Wessman og Kristjóns Kormáks Guðjónssonar er að þarna er auðmaður að misnota sér fátækt fjölmiðlamanns og etja honum til slæmra verka. Þetta snýst um valdamun rétt eins og gerist þegar ungar stúlkur ánetjast eldri mönnum. Ég mælist til þess að fólk fordæmi Kristjón Kormák ekki heldur horfi á afsökunarbeiðni hans og styðji hann inn á rétta braut. Aftur á móti er nauðsynlegt að greina ógeðfelldan þátt auðmannsins í þessu máli og öðrum sambærilegum. Við á Mannlífi munum halda áfram að varpa ljósi inn í myrkrið og sýna þá ósvífni og forherðingu sem er að baki. Róbert Wessman hefur sent lögfræðing sinn á mig í fleiri tilvikum en ég kæri mig um að muna. Við hann segi ég: Komdu fagnandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku
Fréttir
Í gær

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar