Milljarðamæringurinn Roman Abramovich tilkynnti í vikunni að félagið Chelsea sem hefur verið í hans eigu í töluverðan tíma sé til sölu. Þetta kemur í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu en Abramovich var vinur Vladimir Putin, forseta Rússlands.
Gengi Chelsea eftir að Abramovich keypti klúbbinn hefur verið frábært og hefur liðið unnið ensku úrvalsdeildina 5 sinnum og Meistaradeildina tvisvar.
„Við vorum ekki undirbúnir fyrir þetta, þetta gerðist svo skjótt, en við höfum enga stjórn á þessu,“ sagði Kante við Sky Sports.
„En það eina sem við getum gert er að halda áfram að spila fótbolta eins og við gerum best, fryir okkur, klúbbinn og stuðingsmenn okkar.“
🗣 "It's something we've not prepared, it came quick."
N'Golo Kante speaks about the shock of owner Roman Abramovich selling Chelsea pic.twitter.com/VHy7y9Ftdc
— Football Daily (@footballdaily) March 4, 2022