fbpx
Þriðjudagur 04.febrúar 2025
Fréttir

Gunnhildur fékk slæmar móttökur hjá lækni á Læknavaktinni – „Ég fór bara að gráta og fór út“

Máni Snær Þorláksson
Föstudaginn 4. mars 2022 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Gunnhildur Berndsen fór á Læknavaktina fyrir rúmu ári síðan fékk hún alls ekki góðar móttökur. Hún hafði verið búin að æla í marga daga og alla nóttina áður en hún fór á Læknavaktina á sunnudegi. Eftir að hafa beðið í tvo tíma eftir því að fá að tala við lækni var hún loksins kölluð inn en þá fékk hún ekki góðar móttökur hjá lækninum.

„Ég kom til hans og var voðalega þreytt, ég var búin að vera gubbandi alla nóttina og búið að líða ógeðslega illa í marga daga,“ segir hún í samtali við DV um málið. „Ég fór bara af því að ég var bara að bíða eftir öðrum tíma hjá meltingarlækni þannig ég vildi bara fá einhver ráð um hvað ég gæti gert.“

Gunnhildur sagði lækninum að henni var búið að líða illa í marga daga og að hún hefði verið gubbandi alla nóttina. Hún segir að læknirinn hafi brugðist mjög illa við. „Hvað ertu eiginlega að gera hérna að mæta hingað á sunnudegi? Það er ekkert hægt að laga þetta núna,“ segir hún að læknirinn hafi sagt. „Ég var mjög stutt inni, ég fór bara að gráta og fór út,“ segir Gunnhildur.

„Svo hringdi ég aftur á Læknavaktina og sagði að mér þætti þetta ömurlegt og að ég vildi fá endurgreitt og þau endurgreiddu þetta. Ég náttúrulega sagði þeim alveg hvaða læknir þetta væri og svona þannig vonandi hefur hann fengið eitthvað tiltal.“

Fleiri bera Læknavaktinni ekki góða söguna

Gunnhildur vakti athygli á þessu atviki í færslu sem hún birti í Facebook-hópnum Sögur af dónalegu afgreiðslufólki. Færslan hefur vakið töluverða athygli og ljóst er að fleiri hafa slæma sögu að segja af Læknavaktinni.

Kona nokkur segir til að mynda í athugasemdum við færsluna að því miður sé þetta venjulegt. „Hef mætt 3 sinnum með mánaðar millibili og í fyrri 2 skiptin sögðu læknarnir að þetta væri bara kvef og að ég ætti bara að fara heim og taka íbúfen og fara að sofa,“ segir konan. Hún segir að þegar hún kom í þriðja skiptið hafi hún loksins fengið sýklalyf en þá fékk hún hjálp frá lækni sem var nokkuð yngri en hinir tveir læknarnir.

„Hef ekki farið á Læknavaktina í mörg ár eftir hafa fengið 3 sinnum slæmar viðtökur lækna þar í húsi. Ég bara voga mér ekki þangað inn,“ segir svo maður nokkur í athugasemdunum en hann bætir svo við að hann myndi frekar fara á bráðamóttökuna.  „Viðmót læknavaktinar hefur alltaf verið slæmt. Færibandavinna,“ segir svo í enn annarri athugasemd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Willian að snúa aftur
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn

Skagfirðingar fúlir út í vegagerðina – Segjast ekki sitja við sama borð og aðrir landsmenn
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf

200 veikir eftir þorrablót um helgina – Grunur beinist að rófustöppu eða uppstúf
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt

Gatnagerðargjöld allt að tvöfaldast verði tillaga borgarstjóra samþykkt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku

Logi segist aldrei hafa snert Vítalíu í meintri leynilegri upptöku
Fréttir
Í gær

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum

Guðrún í hringiðu málaferla í Flórída – Rekin eftir að hafa neitað að selja getnaðarvarnir af trúarlegum ástæðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar

Hagkaup lofa bót og betrun eftir að Vesturbæingar helltu úr skálum reiði sinnar