fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Fréttir

Hafa áhyggjur af viðvarandi skorti á vinnuafli næstu árin

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. mars 2022 09:00

Byggingaiðnðurinn glímir við skort á starfsfólki. mynd/Arnþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stærsta áskorun atvinnulífsins hér á landi um þessar mundir er húsnæðisskortur og mikill skortur á vinnuafli. Tólf þúsund manns þurfa að flytja til landsins á næstu fjórum árum.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar Samtaka atvinnulífsins á vinnumarkaðnum. Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að á þessum fjórum árum muni störfum fjölga um fimmtán þúsund en aðeins þrjú þúsund manns bætast við vinnuaflið á þeim tíma af náttúrulegum ástæðum.

Haft er eftir Halldóri Benjamín Þorbergssyni, framkvæmdastjóra samtakanna, að skortur á vinnuafli geti haldið aftur af hagvexti á næstu árum og því geti viðspyrnan úr faraldrinum, sem hefur komið illa niður á atvinnulífinu, orðið veikari en ella. „Rætur hagvaxtar liggja í því að við getum mannað störf framtíðarinnar,“ er haft eftir honum.

Hann sagði að vinnuaflsskorturinn nú sé „með því brattara sem við höfum tekist á við“. Vandinn sé aðallega í ferðaþjónustunni, veitingageiranum og byggingariðnaðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Mennta- og barnamálaráðherra í mál við ríkið og krefst rúmlega tíu milljóna króna

Mennta- og barnamálaráðherra í mál við ríkið og krefst rúmlega tíu milljóna króna
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Elliði birtir sláandi tölvupóst sem hann fékk – „Skammastu þín helvítis draslið þitt“

Elliði birtir sláandi tölvupóst sem hann fékk – „Skammastu þín helvítis draslið þitt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ferðamaður aðstoðaður við Fardagafoss

Ferðamaður aðstoðaður við Fardagafoss