fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Hafa áhyggjur af stóru rússnesku herflutningalestinni – Vita ekki hvar hún er

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. mars 2022 07:41

Herflutningalestin er um 64 km á lengd. Mynd:Maxar/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og við höfum skýrt frá síðustu daga þá er um 65 km löng rússnesk herflutningalest nærri Kyiv í Úkraínu. Eða það var hún í vikunni. Nú er ekki vitað hvar hún er og veldur það sumum miklum áhyggjum.

Þar sem ekki er vitað hvar hún er núna liggur ekki fyrir hvaða ógn stafar af henni. Ýmsar vangaveltur hafa verið uppi um lestina. Sumir telja að hún sé stopp á sama stað og áður en aðrir telja að þeir 15.000 hermenn sem eru í henni hafi snúið aftur til búða sinna til að sækja vistir en fréttir hafa borist af því í vikunni að birgðaflutningar til lestarinnar væru ótraustir og skortur væri á eldsneyti og mat.

The Guardian segir að það vanti upplýsingar um staðsetningu lestarinnar núna og það sé vegna þess að ský liggi yfir Úkraínu og komi þar með í veg fyrir að hægt sé að taka gervihnattarmyndir. Af þeim sökum hefur Maxar Technologies, sem hefur tekið myndir af lestinni, ekki getað tekið myndir síðustu klukkustundirnar.

Síðast er vitað að lestin var um 30 km norðvestan við Kyiv. Í henni eru meðal annars skriðdrekar, flutningabílar og mikið af vopnum. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi