fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Telur ekki útilokað að Rússar séu komnir með áætlun C um Úkraínu – „Aðeins slæmar lausnir“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. mars 2022 07:37

Úkraínskur hermaður við lík rússneskra hermanna í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær funduðu fulltrúar Rússa og Úkraínumanna í Hvíta-Rússlandi um hugsanlega lausn á stríðinu í Úkraínu. Samningar náðust um að heimila för óbreyttra borgara úr ákveðnum borgum í gegnum svokölluð „örugg hlið“. Sérfræðingur í alþjóðamálefnum telur að fundurinn geti einnig verið merki um að Rússar séu nú að færa sig yfir í áætlun C varðandi stríðsreksturinn.

Flemming Splidsboel, hjá Dansk Institut for Internationale Studier (DIIS), segir að fundurinn sé til merkis um að stríðsreksturinn hafi ekki gengið eins og Rússar reiknuðu með. „Ég sé þetta sem veikleikamerki af hálfu Rússa og vísbendingu um að hlutirnir gangi ekki eins og þeir vilja. Þetta er skýr vísbending um að þeir fylgja ekki áætlun A, hugsanlega ekki einu sinni áætlun B, lengur,“ sagði hann að sögn danskra fjölmiðla.

Hann sagði að innrásin hafi alls ekki gengið eins og Rússar áttu von á og auk þess hafi fordæmingu heimsbyggðarinnar rignt yfir þá og gripið hafi verið til harðra refsiaðgerða. Þetta opnar að hans mati fyrir þann möguleika að Rússar séu reiðubúnir til að endurskoða markmið sín og vinna að áætlun C.

„Það sem kemur frá Rússlandi er að Krím og kannski uppreisnarlýðveldin í austurhluta Úkraínu verði viðurkennd sem hluti af Rússlandi. Það er í raun óaðgengilegt fyrir Úkraínu en sá möguleiki er að sjálfsögðu fyrir hendi að Úkraínumenn telji sig í þannig stöðu að þeir fallist að lokum á þetta til að koma í veg fyrir eyðingu Kyiv og meira mannfall meðal almennra borgara,“ sagði hann einnig.

Hann sagði að rússneski herinn eigi enn „einn eða tvo gíra eftir“ og geti hert aðgerðir sínar þannig að stríðið verði enn blóðugra en fram að þessu.

Hann sagði einnig að ef Úkraínumenn séu reiðubúnir til málamiðlana þá nægi það varla til að Pútín, í augum heimsbyggðarinnar, geti dregið sig út úr stríðinu með sæmd. „Það gæti kannski bjargað þessu aðeins þannig að Pútín gæti veifað Krím framan í kjósendur sína og sagt að þetta hafi verið þess virði. En ég held ekki að hann geti komið út úr þessu á góðan hátt. Það eru bara slæmar lausnir. Það verða væntanlega refsiaðgerðir gegn Rússlandi svo lengi sem Pútín er við völd,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki