fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Rússneskir vísindamenn segja Rússland vera „óþokkaríki“ – Leggja sig í mikla hættu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. mars 2022 06:38

Pútín er líkt við pókerspilara.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæplega 7.000 rússneskir vísindamenn og háskólafólk gagnrýna Vladímír Pútín, Rússlandsforseta og ákvörðun hans um að ráðast á Úkraínu, í opnu bréfi. Fólkið setur sig í mikla hættu því eins og kunnugt er er Pútín ekki hrifinn af gagnrýni og tekur þá engum vettlingatökum sem dirfast að gagnrýna hann.

Fólkið á á hættu að verða refsað fyrir yfirlýsingu sína og mun jafnvel missa vinnuna. Rússneska þingið hefur á undanförnum árum samþykkt lög sem heimila yfirvöldum að sækja þá til saka sem gagnrýna ríkisstjórnina og forsetann. Í vikunni samþykkti þingið frumvarp sem heimilar enn þyngri refsingar yfir þeim sem gagnrýna innrásina í Úkraínu.

„Við, rússneskir vísindamenn og rannsóknarblaðamenn, mótmælum kröftulega innrás hersins í Úkraínu. Við erum sannfærð um að engar landfræðilegar eða stjórnmálalegar ástæður geti réttlætt dauða og blóðsúthellingar,“ segir í bréfinu að sögn Jótlandspóstsins.

Bréfritarar segja að mannleg gildi séu grunnur vísindanna og að sá árangur sem hefur náðst á mörgum árum við að byggja upp orðspor Rússlands sem leiðandi miðstöðvar á stærðfræðisviðinu hafi verið gjöreyðilagður. Þessu til stuðnings benda þeir á að stórri alþjóðlegri ráðstefnu fyrir stærðfræðinga, sem átti að fara fram í Rússlandi í júlí, hefur verið aflýst vegna innrásarinnar.

Bréfritarar segja einnig að Rússland sé „árásaraðilinn og því óþokkaríki“.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi