fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Pútín sendir mestu hrottana sína í stríðið í Úkraínu – Bera svínafitu á byssukúlurnar

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. mars 2022 06:35

Rússneskir hermenn í Úkraínu. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur sent mestu hrottana sína til Úkraínu til að berjast gegn úkraínsku varnarsveitunum. Þetta eru hermenn frá Tsjetsjeníu og úr hinum svokölluðu Wagnersveitum.

Hermennirnir frá Tsjetsjeníu eru venjulega undir stjórn Ramzan Kadyrov, forseta Tsjetsjeníu, en hann er einn tryggasti stuðningsmaður Pútín. Þeir eru þekktir fyrir grimmd og miskunnarleysi og eru mjög bardagareyndir. Jótlandspósturinn segir að mörg þúsund hermenn frá Tsjetsjeníu séu komnir til Úkraínu.

Le Figaro segir að mörg þúsund hermenn Kadyrov hafi sést við kjarnorkuverið í Tjernóbyl. Fáni þeirra hefur einnig sést nærri höfuðborginni Kyiv og má því ætla að þeir séu til staðar þar.

Hernaðarsérfræðingar segja að hermennirnir hafi ekki komið með skriðdreka heldur brynvarin léttari ökutæki. Þeir eru sérfræðingar í götubardögum og hlutverk þeirra verður hugsanlega að tryggja að ró komist á í stærri borgum Úkraínu ef Rússum tekst að ná þeim á sitt vald, þar á meðal Kyiv. Venjulega eru þeir lífverðir Kadyrov sem hefur stýrt landi sínu með járnhnefa síðan hann komst til valda árið 2007 eftir borgarastríð í landinu þar sem Rússar jöfnuðu höfuðborgina Grosnjij við jörðu. Talið er að um 300.000 manns hafi hrakist frá heimilum sínum og að á milli 100.000 og 200.000 hafi fallið í þeim tveimur borgarastyrjöldum sem voru í landinu eftir hrun Sovétríkjanna. Kadyrov hefur orð á sér fyrir að vera miskunarlaus og grimmur einræðisherra.

Á myndbandsupptöku sem úkraínski herinn sendi nýlega frá sér sjást hermenn frá Úkraínu dýfa skotfærum sínum í svínafitu til að leggja áherslu á að trúarbrögð tengist átökunum einnig en hermennirnir frá Tsjetsjeníu eru múslimar.

Liðsmenn Wagnersveitanna eru einnig sagðir vera komnir til Úkraínu. Sveitunum er stýrt af Jevgenij Prigoshin, sem er stundum nefndur kokkur Pútín en hann hefur auðgast mikið á því að selja rússneska hernum mat sem og rússneskum skólum. Hann og Pútín eru nánir vinir en það skýrir hugsanlega ábótasama samninga hans við herinn og skóla um sölu á mat. 

Liðsmenn Wagnersveitanna tóku þátt í hernámi Krím 2014 og hafa barist með aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu. Þeir hafa einnig verið sendir til átakasvæða víða um heim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi