fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

„Evrópubúar, vaknið!“ – „Ef það verður sprenging þá er það endirinn fyrir okkur öll, endalok Evrópu“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 4. mars 2022 05:04

Volodymyr Zelenskyy. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Volodymyr Zelenskyy, Úkraínuforseti, birti myndband á samfélagsmiðlum í nótt í kjölfar árásar rússneskra hersveita á Zaporizhzhia kjarnorkuverið, sem er stærsta kjarnorkuver Evrópu, og óskaði eftir tafarlausri hjálp.

Eldur kom upp við kjarnorkuverið í nótt eftir skothríð rússneskra hersveita. Þær meinuðu síðan slökkviliði í fyrstu að slökkva eldinn en heimiluðu það síðan og hefur hann nú verið slökktur. Alþjóðakjarnorkumálastofnunin segir að geislun sé eðlileg við kjarnorkuverið.

„Evrópubúar, vaknið! Segið stjórnmálamönnunum ykkar að rússneskar hersveitir skjóti á kjarnorkuverið Zaporizhzhia,“ segir forsetinn í myndbandinu.

Hann segir einnig að skotið hafi verið á það úr skriðdrekum sem eru búnir hitaleitandi myndavélum. „Þeir vita því hvað þeir eru að skjóta á. Þeir höfðu skipulagt þetta,“ segir hann.

„Ef það verður sprenging þá er það endirinn fyrir okkur öll, endalok Evrópu. Aðeins skjót viðbrögð Evrópu geta stöðvað rússneskar hersveitir og komið í veg fyrir dauða Evrópu vegna hörmunga í kjarnorkuveri,“ segir hann einnig í myndbandinu að sögn erlendra fjölmiðla.

Bardagar liggja nú niðri við kjarnorkuverið og úkraínsk yfirvöld segja að ástandið við verið sé öruggt eins og er.

Bandarísk yfirvöld hafa virkjað kjarnorkuviðbragðsteymi sín og fylgjast náið með framvindu mála við kjarnorkuverið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi