Fréttastofan Bloomberg hefur það eftir starfsmanni evrópskrar leyniþjónustu að Rússar séu búnir að leggja drög að aðgerðaráætlun um hvernig þeir geti dregið úr mótspyrnu Úkraínumanna eftir að landið hefur verið hernumið til að koma í veg fyrir að Úkraínubúar svari fyrir sig og mótmæli eftir að Rússland hefur náð þar völdum.
Meðal áforma eru opinberar aftökur.
Blaðamaður hjá Bloomberg, Kitty Donaldson, vekur athygli á þessu á Twitter.
„Rússneska leyniþjónustan hefur lagt drög að áformum um opinberar aftökur í Úkraínu eftir að borgirnar hafa verið hernumdar, samkvæmt starfsmanni evrópskrar leyniþjónustu.“
Hún segir einnig að áform séu um að beita ofbeldisfullum aðferðum til að hafa hemil á Úkraínubúum og til að brjóta alla mótspyrnu á bak aftur.
NEW: Russia's intelligence agency, the Federal Security Service, has drafted plans for public executions in #Ukraine after cities are captured, per a European intelligence official
— Kitty Donaldson (@kitty_donaldson) March 3, 2022