fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Pressan

Þjóðverjar horfa til kolanotkunar til að losa sig við rússneskt gas

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. mars 2022 13:00

Kolanáma og kolaorkuver í Welzow-Süd í Þýskalandi. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þýska ríkisstjórnin tilkynnti í vikunni að hún sé reiðubúin til að söðla um í stefnu sinni í orkumálum í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu. Þjóðverjar eru mjög háðir rússnesku gasi en nú ætlar ríkisstjórnin að horfa til kolanotkunar til að losa Þjóðverja undan því að vera háðir rússnesku gasi. Græningjar, sem eru umhverfisverndarsinnar, eru í samsteypustjórninni og þeir eru reiðubúnir til að fallast á þetta.

Robert Habeck, leiðtogi Græningja, sagði að hentistefnan verði að sigra að þessu sinni.

Á miðvikudaginn heimilaði ríkisstjórnin að hluti af varabirgðum landsins af olíu verði settar á markað og að 1,5 milljarðar evra verði notaðir til kaupa á gasi frá öðrum en Rússum. Einnig sagði ríkisstjórnin að hún sé reiðubúin til að heimila notkun kola lengur en áður hafði verið áætlað til að losa landið úr greipum rússnesks gass. Deutschlandfunk skýrði frá þessu.

„Hentistefnan verður að sigra fyrri pólitískar ákvarðanir. Það verður að tryggja birgðaöryggi. Í vafatilfellum er öryggið mikilvægara en náttúruvernd,“ sagði Robert Habeck, formaður Græningja og atvinnumálaráðherra.

Græningjar hafa árum saman barist fyrir lokun kolaorkuvera í Þýskalandi.

Þjóðverjar hafa fram að þessu keypt 38% af því gasi sem þeir nota frá Rússlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna

Musk sagður kominn með nóg af pólitíkinni – Þreyttur á árásum vinstrimanna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik

Innleiða ferðamannaskatt á nýjan leik
Pressan
Fyrir 2 dögum

Deilurnar um Berlín 1948–1949

Deilurnar um Berlín 1948–1949
Pressan
Fyrir 2 dögum

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn

Martraðir gætu verið snemmbúin merki um Parkinsonssjúkdóminn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann

Brottrekinn hershöfðingi snýr aftur: Telur að hann verði sendur beint í opinn dauðann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn

Hún leitaði að móður sinni í sex áratugi – Konan í rauða kjólnum hefur loksins fengið nafn