fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Pressan

Hafa loksins leyst ráðgátuna um Stonehenge – Þess vegna var það reist

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 5. mars 2022 18:00

Stonehenge. Mynd: EPA-EFE/NEIL HALL

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn telja sig hafa leyst ráðgátuna um tilurð hins forna minnismerkis í Stonehenge á Englandi. Þeir segja að það hafi verið reist á grunni 365,25 daga sólarárs til að hjálpa fólki að fylgjast með hvaða dagur, vika og mánuður væri.

Sky News skýrir frá þessu. Haft er eftir Timothy Darvill, prófessor við Bournemouth háskóla, að minnismerkið hafi verið reist til að hægt væri að fylgjast með gangi ársins. Á þessum tíma var ein vika tíu daga og mánuðirnir voru fleiri en í dag.

Hann sagði að sólardagatal af þessu tagi hafi verið þróað við austanvert Miðjarðarhaf á öldunum eftir 3000 fyrir Krist og hafi verið tekið upp í Egyptalandi um 2700 fyrir Krist.

Ekki er talið útilokað að fyrirmyndin að Stonehenge hafi verið sótt til þessara menningarheima við Miðjarðarhafið.

Darvill sagði að Stonehenge sé þannig gert úr garði að það sé í beinni línu við sólarupprás við sumarsólstöður og við sólsetur á vetrarsólstöðum. Það hefur lengi þótt benda til að um einhverskonar dagatal væri að ræða að hans sögn.

Stonehenge var reist um 2500 fyrir Krist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli

Þessi mynd varð stórtækum fíkniefnasmyglurum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“

Skyndilega farin að fylgja Trump á miðlum Meta og geta ekki hætt því – „Þetta er bara fasísk áróðursmaskína á fullri ferð“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun

Maðurinn sem skýldi Trump eftir að hann var skotinn fær veglega stöðuhækkun
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn

Fá 170 milljónir í bætur – Læknar skildu blæðandi konu eftir og fóru á barinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla

Játar að hafa myrt þrjú börn í enskum dansskóla
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum

Vilja gera fíkniefnapróf á tónleikagestum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19

Læknar gerðu skelfilega uppgötvun þegar 8 ára stúlka var lögð inn á sjúkrahús með COVID-19
Pressan
Fyrir 4 dögum

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás

Notuðu Snapchat til að skipuleggja hrottalega árás
Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“

Trump lét Pútín finna fyrir því: „Hann getur ekki verið ánægður“