fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Pútín sagður ætla að skipa einn hataðasta mann Úkraínu sem forseta í stað Zelenskís

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. mars 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

 

Úkraínski miðillinn The Kyiv Independent segir að Pútín vilji skipa Viktor Yanukovych sem forseta Úkraínu, nái Rússar að vinna stríðið.

Yanukovych er sagður vera staddur í Minsk og að rússnesk stjórnvöld séu nú að vinna að því að skipta núverandi forsetanum, Volodimír Zelenskí út.

Yanukovych var forseti Úkraínu á árunum 2010-2014 en þá var hann hrakinn frá völdum í úkraínsku byltingunni og hefur síðan þá verið í útlegð í Rússlandi. Hann var sakaður um ýmis brot gegn úkraínsku þjóðinni á valdatímanum sínum. Meðal annars hefur hann verið sakaður af Amnesti International um að hafa notað sérstaka úkraínska lögreglu sem var kölluð Berkut til að hóta, ráðast á og pynta mótmælendur í landinu. Eins var hann sakaður um kosningasvik.

Hann var sakfelldur af úkraínskum dómstól fyrir landráð árið 2019 og dæmdur í 13 ára fangelsi. Hann hefur þó ekki setið af sér dóminn. Hann var einnig sakaður um að hafa beðið Pútín um að senda rússneskt herlið inn í Úkraínu eftir að hann flúði þangað í kjölfar byltingarinnar.

Og aðeins fáeinum mánuðum eftir að hann flúði til Rússlands var Krímskaginn innlimaður.

Yanukovych var mótfallinn því að ganga í Evrópusambandið og undir stjórn viðgengust ýmis brot gegn úkraínskum íbúum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump er svo fljótur að ráðgjafar hans ná ekki að fylgja honum – Misstu andlitið við þessa tilkynningu hans

Trump er svo fljótur að ráðgjafar hans ná ekki að fylgja honum – Misstu andlitið við þessa tilkynningu hans
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Zelenskyy segir að friðargæslulið í Úkraínu án bandarískra hermanna yrði „stór mistök“

Zelenskyy segir að friðargæslulið í Úkraínu án bandarískra hermanna yrði „stór mistök“
Fréttir
Í gær

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru
Fréttir
Í gær

„Að sleppa frá ofbeldi ætti að marka upphaf nýs lífs, ekki nýja martröð“

„Að sleppa frá ofbeldi ætti að marka upphaf nýs lífs, ekki nýja martröð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra