fbpx
Sunnudagur 09.mars 2025
433Sport

Galdur skilar tæpum 50 milljónum í kassann í Kópavogi – Hluti fer til Eyja

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 2. mars 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásgeir Galdur Guðmundsson hefur skrifað undir hjá FC Kaupmannahöfn. Þessi 15 ára Bliki hafði verið eftirsóttur. Danska félagið staðfesti söluna í vikunni.

Allt bendir til þess að Ásgeir Galdur sé næst dýrasti leikmaður sem seldur hefur verið frá Íslandi. Þannig herma heimildir 433.is að kaupverðið sé á milli 40-50 milljóna króna. Kristian Nökkvi Hlynsson sem Breiðablik seldi til Ajax fyrir tveimur árum er dýrasti leikmaður sem farið hefur frá Íslandi.

Ásgeir Galdur ólst upp hjá ÍBV en hann gekk í raðir Breiðabliks fyrir rúmum tveimur árum. Uppeldisbætur byrja að telja frá 12 ára aldri en Ásgeir yfirgaf ÍBV þegar hann var þrettán ára.

Ásgeir verður 16 ára í apríl en á vef FCK kemur fram að hann gangi þá formlega í raðir félagsins í sumar.

FCK sem er stærsta félag Danmerkur horfir mikið til Íslands en fyrir hjá félaginu eru Andri Fannar Baldursson, Hákon Arnar Haraldsson, Ísak Bergmann Jóhannesson og Orri Steinn Óskarsson.

„Ásgeir Galdur er einn af þeim bestu á sínum aldri á Norðurlöndunum,“ segier Mikkel Köhler yfirmaður unglingastarfs FCK.

Breiðablik hefur undanfarin ár verið með mjög öflugt unglingastarf og hefur það skilað sér í því að félagið hefur selt út marga unga leikmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

England: Palmer klikkaði á vítaspyrnu í sigri Chelsea – Tottenham kom til baka

England: Palmer klikkaði á vítaspyrnu í sigri Chelsea – Tottenham kom til baka
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Merino fremstur

Byrjunarlið Manchester United og Arsenal – Merino fremstur
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ummæli goðsagnarinnar vekja verulega athygli: Þessi ætti að taka við af Amorim – ,,Það eru engir leiðtogar í þessu liði“

Ummæli goðsagnarinnar vekja verulega athygli: Þessi ætti að taka við af Amorim – ,,Það eru engir leiðtogar í þessu liði“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Staðfestir það að hann hafi hafnað stórliðinu – ,,Finn ekki fyrir þessu á öðrum stað“

Staðfestir það að hann hafi hafnað stórliðinu – ,,Finn ekki fyrir þessu á öðrum stað“
433Sport
Í gær

England: Wolves nú sex stigum frá fallsæti

England: Wolves nú sex stigum frá fallsæti
433Sport
Í gær

Mun aðeins skrifa undir tveggja eða þriggja ára samning – Gæti orðið launahæsti leikmaður sögunnar

Mun aðeins skrifa undir tveggja eða þriggja ára samning – Gæti orðið launahæsti leikmaður sögunnar
433Sport
Í gær

Heimsklassa leikmaður sem Tuchel þarf að velja í landsliðið

Heimsklassa leikmaður sem Tuchel þarf að velja í landsliðið
433Sport
Í gær

Manchester United gæti misst undrabarnið – Kostar 70-80 milljónir

Manchester United gæti misst undrabarnið – Kostar 70-80 milljónir