Forsetinn sagði að Rússland geti ekki sigrað í þessu stríði með „sprengjum, loftárásum og eldflaugum“ sem hafi rignt yfir úkraínskar borgir síðustu sólarhringa. Hann sagði einnig að rússnesk stjórnvöld hyggist „eyða sögu okkar“ en það sagði hann vegna þess að rússnesk eldflaug lenti á Babyn Yar Helfarar minnismerkinu í Kyiv í gær.
Í færslu á Facebook frá úkraínska hernum kemur fram að mórallinn meðal rússneskra hermanna sé slæmur og baráttuvilji þeirra lítill.