Þetta er stríðið á samfélagsmiðlunum Twitter, Facebook, Instagram, YouTube og TikTok. Þar fer mikið fyrir myndböndum og myndum frá Úkraínu. Þetta er efni sem óbreyttir borgarar birta en einnig efni frá yfirvöldum. Það fer því mikið fyrir forsetum Rússlands og Úkraínu á miðlunum en þeir koma fólki mjög ólíkt fyrir sjónir.
Ekstra Bladet hefur eftir Jesper Tække, sérfræðingi í samfélagsmiðlum hjá Árósaháskóla, að það sé mikill munur á hvernig forsetarnir birtast notendum samfélagsmiðla. Það sé eins og fólk sé hrætt við Pútín. Það sé einhver biturleiki yfir honum og um leið sé það skoðun hans að Rússland hafi verið svikið. Hvað varðar Zelenskyy, Úkraínuforseta, þá sé meiri alvara í augnaráði hans og þegar hann segir eitthvað þá segi augun og líkamstjáning hans sömu sögu. „Hann er orðin leiðtogaímynd á Vesturlöndum,“ saðgi Tække.
Hann sagði alveg ljóst að Zelenskyy sé sigurvegarinn í baráttunni á samfélagsmiðlum. Pútín sitji fyrir framan upptökuvélarnar og líti ekki út fyrir að vera sérstaklega góður maður. Zelenskyy tali hins vegar af tilfinningu og allir hafi áhyggjur af hvaða örlög bíða hans.
Það sé því ljóst að Úkraína vinni stríðið á samfélagsmiðlum.