fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Þetta stríð vinnur Úkraína örugglega

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. mars 2022 07:45

Zelenskyy og Pútín á fundi í París 2019. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rússneskar hersveitir sækja nú að úkraínska hernum víða í Úkraínu og loftárásum og stórskotaliðsárásum fjölgar sífellt. Íbúarnir hlaupa skelfingu lostnir í loftvarnabyrgi á meðan hermenn og sjálfboðaliðar búast til varna. Um 700.000 manns hafa flúið land síðan innrásin hófst síðasta fimmtudag. En það er einn hluti átakanna þar sem Rússar fara mjög halloka og má segja að sigur Úkraínumanna á því sviði sé mjög afgerandi.

Þetta er stríðið á samfélagsmiðlunum Twitter, Facebook, Instagram, YouTube og TikTok. Þar fer mikið fyrir myndböndum og myndum frá Úkraínu. Þetta er efni sem óbreyttir borgarar birta en einnig efni frá yfirvöldum. Það fer því mikið fyrir forsetum Rússlands og Úkraínu á miðlunum en þeir koma fólki mjög ólíkt fyrir sjónir.

Ekstra Bladet hefur eftir Jesper Tække, sérfræðingi í samfélagsmiðlum hjá Árósaháskóla, að það sé mikill munur á hvernig forsetarnir birtast notendum samfélagsmiðla. Það sé eins og fólk sé hrætt við Pútín. Það sé einhver biturleiki yfir honum og um leið sé það skoðun hans að Rússland hafi verið svikið. Hvað varðar Zelenskyy, Úkraínuforseta, þá sé meiri alvara í augnaráði hans og þegar hann segir eitthvað þá segi augun og líkamstjáning hans sömu sögu. „Hann er orðin leiðtogaímynd á Vesturlöndum,“ saðgi Tække.

Hann sagði alveg ljóst að Zelenskyy sé sigurvegarinn í baráttunni á samfélagsmiðlum. Pútín sitji fyrir framan upptökuvélarnar og líti ekki út fyrir að vera sérstaklega góður maður. Zelenskyy tali hins vegar af tilfinningu og allir hafi áhyggjur af hvaða örlög bíða hans.

Það sé því ljóst að Úkraína vinni stríðið á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump er svo fljótur að ráðgjafar hans ná ekki að fylgja honum – Misstu andlitið við þessa tilkynningu hans

Trump er svo fljótur að ráðgjafar hans ná ekki að fylgja honum – Misstu andlitið við þessa tilkynningu hans
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Zelenskyy segir að friðargæslulið í Úkraínu án bandarískra hermanna yrði „stór mistök“

Zelenskyy segir að friðargæslulið í Úkraínu án bandarískra hermanna yrði „stór mistök“
Fréttir
Í gær

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru
Fréttir
Í gær

„Að sleppa frá ofbeldi ætti að marka upphaf nýs lífs, ekki nýja martröð“

„Að sleppa frá ofbeldi ætti að marka upphaf nýs lífs, ekki nýja martröð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra