fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Helstu tíðindi næturinnar frá Úkraínu – Stýriflaugum skotið á íbúðarhús

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 2. mars 2022 05:33

Úkraínskur hermaður í Irpin. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hart hefur verið barist víða í Úkraínu í nótt þar sem Úkraínumenn takast á við rússneskt innrásarlið.

Þetta eru helstu atburðir næturinnar samkvæmt fréttum alþjóðlegra fjölmiðla:

Um klukkan 03 lentu rússneskir fallhlífahermenn í Kharkiv, sem er næst stærsta borg landsins, og hófust harðir bardagar samstundis. Rússneskt stórskotalið hefur látið skothríð dynja á borginni síðustu daga og töluvert mannfall hefur orðið.

Rússneskir hermenn hafa ekki enn náð höfuðborginni Kyiv á sitt vald. Um 65 km löng rússnesk herflutningalest er kyrrstæð norðan við borgina og segja bandarískar leyniþjónustustofnanir að það sé vegna eldsneytis- og matarskorts auk þess sem baráttuvilji rússnesku hermannanna sé lítill. Rússneskir hermenn hafa gert harðar árásir á tvo bæi vestan við Kyiv.

Fjórir létust í Zjitomir þegar rússneskar stýriflaugar lentu á íbúðarhúsum.

Aðskilnaðarsinnar, sem njóta stuðnings Rússa, eru sagðir hafa náð Marjupol á sitt vald. Almennum borgurum hefur verið veittur frestur út daginn til að yfirgefa borgina ef þeir kjósa svo.

Rússar eru sagðir hafa náð borginni Kherson á sitt vald en hún liggur við árósa Dnepr við Svartahaf. CNN hefur birt myndir af rússneskum herbílum aka um borgina.

Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, hefur skrifað undir forsetatilskipun um að ólöglegt sé að fara frá Rússlandi með meira en sem svarar til 10.000 dollara í erlendum gjaldeyri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi