fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Hörmulegt atvik á gistiheimili – Stefndi tryggingafélagi eftir að hafa dottið niður stiga

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 1. mars 2022 22:00

mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður sem starfaði við ræstingar á gistiheimili varð fyrir því óláni að falla niður stiga þar sem hann var við vinnu. Leiddi atvikið til skaðabótamáls á hendur Sjóvá almennum tryggingum, en dómur var kveðinn upp í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.

Maðurinn taldi að slysið hefði stafað af óforsvaranlegum aðbúnaði á vinnustaðnum en vinnuveitandinn hafði komið fyrir járnlista í stiganum sem maðurinn hnaut um. Atvikinu er lýst svo í texta dómsins:

„Tildrögum slyssins er svo lýst í stefnu að þegar stefnandi hafði lokið við þrif á efri hæð gistiheimilisins og ætlaði að fara niður stiga á fyrstu hæðina rak hann fót sinn í
járnlista, sem vátryggingartaki hafði komið fyrir á samskeytum efsta þreps stigans og gólfsins á efri hæð gistiheimilisins, með þeim afleiðingum að hann datt fram fyrir sig og niður stigann. Við fallið hafi hann náð að bera hendurnar fyrir sig, en hafi við það orðið fyrir líkamstjóni á hægri hendi. Hann hafi þegar í kjölfar slyssins leitað á sjúkrahúsið á Þ, þar sem staðfest hafi verið brot á hægri úlnlið. Læknir ritaði samdægurs vottorð til atvinnurekanda um óvinnufærni stefnanda tímabilið frá […] til […].“

Sannað þykir að maðurinn hefur orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna atviksins. Bótaskylda var viðurkennd úr slysatryggingu launþega sem vinnuveitandinn var með í
gildi hjá stefnda á slysdegi. Fékk hann gert upp samkvæmt þeirri tryggingu. Hann gerði jafnframt kröfu í frjálsa ábyrgðartryggingu sem eigandi gistiheimilisins er með hjá Sjóvá almennum. Þeirri bótaskyldu var hafnað, meðal annars á þeim forsendum að um óhappatilvik hefði verið að ræða og auk þess hefði maðurinn átt þátt í slysinu sjálfur með því að sýna ekki næga aðgæslu. Var því haldið fram að hann hefði gengið afturábak niður stigann.

Það var niðurstaða héraðsdóms að um óhappatilvik hefði verið að ræða og var tryggingafélagið sýknað af kröfum mannsins. Málskostnaður fellur niður.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segja Íslending stórslasaðan á Pattaya

Segja Íslending stórslasaðan á Pattaya
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart