fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Vandræðaleg mistök hjá Samtökum atvinnulífsins

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. mars 2022 14:41

Drífa Snædal Myndi: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök atvinnulífsins (SA) gerðu heldur vandræðaleg mistök þegar sent var út boð vegna athafnar í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna.
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ), greinir frá því á Facebooksíðu sinni að hún hafi fengið eftirfarandi boð frá SA: „Við bjóðum þér að vera við athöfn þegar við hringjum bjöllu í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna þann 7. mars kl. 12.30. Viðburðurinn fer fram í Hörpu, 2.hæð (Hörpuhorn).“

Staðreyndin er hins vegar sú að alþjóðlegur baráttudagur kvenna er ekki 7. mars heldur þann 8. og benti Drífa á það í svari sínu til SA, en hún segist einfaldlega ekki hafa staðist mátið, og rifjaði í leiðinni upp sósíalískan uppruna baráttudagsins sem SA ætlar að fagna: „Takk fyrir boðið en þið vitið að alþjóðlegur baráttudagur kvenna er 8. mars, upprunninn í sósíalískri baráttu fyrir jafnrétti kynjanna í byrjun síðustu aldar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segja Íslending stórslasaðan á Pattaya

Segja Íslending stórslasaðan á Pattaya
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart

Kennari fékk nóg af umræðunni um verkföll og opinberaði launin – Feiknaviðbrögð komu á óvart