fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Sigurður gagnrýnir úrskurð Héraðsdóms í Samherja-símamálinu – ,,Allir eru jafnir en sumir eru jafnari en aðrir”

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 1. mars 2022 13:45

Sigurður G. / Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigurður G Guðjónsson lögmaður gagnrýnir úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra, sem féll í gær, þar sem þær aðgerðir lögreglu að kalla Aðalsteinn Kjartansson blaðamann til yfirheyrslu og setja hann í stöðu sakbornings voru úrskurðaðar ólögmætar. Rannsóknin varðar stuld á síma Páls Steingrímssonar, skipstjóra hjá Samherja, og afritun á gögnum úr honum.

Sigurður spyr hvar í lögum standi að blaðamenn séu undanþegnir réttarstöðu sakbornings. Hann segist vita til þess að í lögum sé blaðamönnum tryggður réttur til að halda leyndum upplýsingum um heimildarmenn en það eigi ekki að útiloka að blaðamaður geti haft stöðu sakbornings í rannsókn sakamáls. Varpar Sigurður G fram í því samhengi frægri setningu úr skáldsögu George Orwell, Animal Farm: „Allir eru jafnir en sumir eru jafnari en aðrir.“

„Hvar er réttarheimild ?

 Getur einhver sagt mér hvar í lögum einstaklingar sem bera starfsheitið blaðamenn séu undanþegnir því að geta fengið réttarstöðu sakborninga ? Spurt vegna úrskurðar Héraðsdóms Norðurlands í gær.

 Þekki reglur fjölmiðlalaga og laga um meðferð einka- og sakamála þar sem fjallað er um stöðu blaðamanna við rannsókn einka- og sakamála, þar sem tryggður er réttur þeirra til að halda leyndum upplýsingum um heimildarmenn.

 Sé hins vegar hvergi í framangreindum lögum eða öðrum sem ég þekki, svo sem almennum hegningarlögum, að maður ( manneskju) sem hefur starfsheitið blaðamaður geti ekki haft réttarstöðu sakbornings við rannsókn sakamáls svo sem vegna stulds á síma og meðferð og dreifingu viðkvæmra persónuupplýsinga sem fengnar eru úr stolnum síma.

 Minni á að lögmaður blaðamannsins kærði mig að sögn til þriggja aðila þegar ég leiðrétti ranga frétt í haust sem leið með gögnum sem ég fékk og hann vill láta rannsaka hvernig ég fékk þau. Þetta er líka sami lögmaður og vildi lögbann á birtingu Vikunnar á viðtali við konu sem lýsti ofbeldi af hálfu fyrrum sambýlismanns.

 Kannski hafa meintir handhafar fjórðavaldsins meiri og betri stöðu en almenningur við rannsókn afbrota að mati lögmannsins. Sannast þá enn og aftur ,,Allir eru jafnir en sumir eru jafnari en aðrir.”“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru

Særindi og dramatík á Alþingi – Segir Sigurð Inga hafa verið leiddan í gildru
Fréttir
Í gær

„Að sleppa frá ofbeldi ætti að marka upphaf nýs lífs, ekki nýja martröð“

„Að sleppa frá ofbeldi ætti að marka upphaf nýs lífs, ekki nýja martröð“
Fréttir
Í gær

„Það er hörmu­legt til þess að vita að þetta sé búið að ganga svona í mörg ár“

„Það er hörmu­legt til þess að vita að þetta sé búið að ganga svona í mörg ár“
Fréttir
Í gær

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn
Fréttir
Í gær

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Í gær

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra

Fær ekki hærri bætur eftir að hafa verið bendluð við átök bræðra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“

Morðin í Neskaupstað: Hryllileg aðkoma lögreglumanna – „Það voru blóðslettur upp um alla veggi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki

Morðin í Neskaupstað: Réttarhöld hafin yfir Alfreð Erling sem kýs að tjá sig ekki