Forseti Úkraínu, Volodimír Zelenskí ávarpaði Evrópuþingið í dag í gegnum fjarfundabúnað, og fjallaði þar um stöðuna í Úkraínu eftir innrás Rússa, en Úkraína er nú að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu.
„Við erum að berjast, fyrir landið okkar og fyrir frelsið okkar,“ sagði Zenenskí meðal annars í ávarpi sínu og túlkurinn, sem túlkaði ávarpið yfir á ensku, átti erfitt með að halda aftur að tilfinningum sínum.
Zelenskí fjallaði í ræðu sinni meðal annars þau börn sem hafa fallið í stríðinu til þessa. Til að setja það í samhengi gengur nú myndband sem AP-fréttastofan tók af sjúkrahúsi í Úkraínu þar sem teymi heilbrigðisstarfmanna er að beita litla stúlku endurlífgunartilraunum eftir að hún varð fyrir sprengju. Á meðan fylgjast aðstandendur hennar grátandi með. Ekki er ástæða til að deila myndbandinu hér enda er nógu óhugnanlegt að lesa um innihald þess, en í myndafrétt AP má sjá svipmyndir af þessari ógnvekjandi senu og fylgir þar sögunni að stúlkan lifði því miður ekki af.
Zenenskí talaði um borgina Kharkiv sem er ein stærsta borg Úkraínu og hversu lifandi hún hafi verið í gegnum tíðina. Þar séu margir háskólar og þar megi finna eitt stærsta mannlífstorg Evrópu, Frelsistorgið. En í morgun hafi fallið þar tvær sprengjur og tugir látið lífið.
„Enginn mun brjóta okkur. Við erum sterk. Við erum Úkraínumenn,“ sagði Zelenskí einnig í ræðu sinni. Brot úr ræðunni má sjá hér að neðan og þar má heyra hvernig túlkurinn getur vart þýtt ræðuna út af uppnámi.
„Okkur langar að sjá börnin okkar á lífi. Ég held að það sé sanngjörn krafa. Í gær létu 16 börn lífið.“
Zelenskí veltir fyrir sér hvað vakir fyrir Pútín. Andlát þessara barna séu á hans ábyrgð.
„Við erum að berjast, fyrir réttindum okkar, fyrir frelsi og fyrir lífi. Og nú berjumst við til að lifa af.“
Zelenskí sagði að Úkraína sé einnig að berjast fyrir því að njóta jafnréttis í Evrópu og að með Úkraínu með sér væri Evrópusambandið sterkara. Úkraína vilji vera hluti af Evrópu.
Að ræðu lokinni risu allir í salnum á fætur og klöppuðu fyrir Zelenskí.
Rétt er að taka það fram að margir á samfélagsmiðlum telja að umræddur túlkur starfi hjá CNN fréttastofunni en hið rétta mun vera að um túlk á vegum Evrópusambandsins er að ræða.
I’ve worked in the EU for 16 years, I know well the implacable professionalism of our interpreters. So to hear the extraordinary speech of @ZelenskyyUa through the interpreter’s broken voice was astonishing. #WeStandWithUkraine pic.twitter.com/1eUIUVODu3
— Myrto Zambarta (@MZambartaEU) March 1, 2022
“We are fighting, for our land and our freedom…”@CNN interpreter cries on air while translating #Ukraine PM @ZelenskyyUa’s latest address, which referred to children killed by #Russia: pic.twitter.com/sQ153rVm7k
— Charles Lister (@Charles_Lister) March 1, 2022
Zelenskiy’s address to the EU parliament.
It’s fucking heartbreaking.https://t.co/7fmhzZ86VB
— Madeleine Morris 🇺🇦 (@remittancegirl) March 1, 2022