fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Túlkur brotnaði saman yfir ræðu Zenenskí á Evrópuþinginu í dag – „Okkur langar að sjá börnin okkar á lífi“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 1. mars 2022 12:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Úkraínu, Volodimír Zelenskí ávarpaði Evrópuþingið í dag í gegnum fjarfundabúnað, og fjallaði þar um stöðuna í Úkraínu eftir innrás Rússa, en Úkraína er nú að sækjast eftir aðild að Evrópusambandinu.

„Við erum að berjast, fyrir landið okkar og fyrir frelsið okkar,“ sagði Zenenskí meðal annars í ávarpi sínu og túlkurinn, sem túlkaði ávarpið yfir á ensku, átti erfitt með að halda aftur að tilfinningum sínum.

Zelenskí fjallaði í ræðu sinni meðal annars þau börn sem hafa fallið í stríðinu til þessa. Til að setja það í samhengi gengur nú myndband sem AP-fréttastofan tók af sjúkrahúsi í Úkraínu þar sem teymi heilbrigðisstarfmanna er að beita litla stúlku endurlífgunartilraunum eftir að hún varð fyrir sprengju. Á meðan fylgjast aðstandendur hennar grátandi með. Ekki er ástæða til að deila myndbandinu hér enda er nógu óhugnanlegt að lesa um innihald þess, en í myndafrétt AP má sjá svipmyndir af þessari ógnvekjandi senu og fylgir þar sögunni að stúlkan lifði því miður ekki af.

Zenenskí talaði um borgina Kharkiv sem er ein stærsta borg Úkraínu og hversu lifandi hún hafi verið í gegnum tíðina. Þar séu margir háskólar og þar megi finna eitt stærsta mannlífstorg Evrópu, Frelsistorgið. En í morgun hafi fallið þar tvær sprengjur og tugir látið lífið.

„Enginn mun brjóta okkur. Við erum sterk. Við erum Úkraínumenn,“ sagði Zelenskí einnig í ræðu sinni.  Brot úr ræðunni má sjá hér að neðan og þar má heyra hvernig túlkurinn getur vart þýtt ræðuna út af uppnámi.

„Okkur langar að sjá börnin okkar á lífi. Ég held að það sé sanngjörn krafa. Í gær létu 16 börn lífið.“

Zelenskí veltir fyrir sér hvað vakir fyrir Pútín. Andlát þessara barna séu á hans ábyrgð.

„Við erum að berjast, fyrir réttindum okkar, fyrir frelsi og fyrir lífi. Og nú berjumst við til að lifa af.“

Zelenskí sagði að Úkraína sé einnig að berjast fyrir því að njóta jafnréttis í Evrópu og að með Úkraínu með sér væri Evrópusambandið sterkara. Úkraína vilji vera hluti af Evrópu.

Að ræðu lokinni risu allir í salnum á fætur og klöppuðu fyrir Zelenskí.

Rétt er að taka það fram að margir á samfélagsmiðlum telja að umræddur túlkur starfi hjá CNN fréttastofunni en hið rétta mun vera að um túlk á vegum Evrópusambandsins er að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Frumvarp lagt fram á Bandaríkjaþingi um nafnabreytingu Grænlands – „Rauð, hvít og bláland“

Frumvarp lagt fram á Bandaríkjaþingi um nafnabreytingu Grænlands – „Rauð, hvít og bláland“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka

Ómar stefnir ríkinu og krefst þess að áminningar verði ógildar – Spurði dómara hvaða starfsmann hann ætti að reka
Fréttir
Í gær

Telur ólíklegt að Jón Þröstur hafi fyrirfarið sér

Telur ólíklegt að Jón Þröstur hafi fyrirfarið sér
Fréttir
Í gær

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera

Þorgrímur: „Hvenær höf­um við hug­rekki til að segja: hingað og ekki lengra?“ – Þetta er það sem við verðum að gera
Fréttir
Í gær

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“

Stefán Einar jós skömmum yfir kennara en var tekinn á teppið – „Eins og ofvirkur illa uppalinn skólastrákur“
Fréttir
Í gær

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur

Trump vill fá úkraínskar náttúruauðlindir í staðinn fyrir hernaðaraðstoð – Verður að hafa hraðar hendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknuð af ákæru um fjárdrátt en sakfelld fyrir umboðssvik

Sýknuð af ákæru um fjárdrátt en sakfelld fyrir umboðssvik
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“

Kolbrún ómyrk í máli: „Menn misstu æruna að tilefnislausu en samt þykir best að tala sem minnst um málið“