Að auki mun þingið ræða stöðuna í Úkraínu. Samkvæmt könnun sem finnska ríkisútvarpið, YLE, gerði í síðustu viku þá vilja 53% Finna að landið gangi í NATO.
En það eru fleiri sögulegt tíðindi frá Finnlandi því í gær skýrði Sanna Marin fréttamönnum frá því að ákveðið hafi verið að senda vopn og skotfæri til Úkraínu. Um er að ræða 2.500 vélbyssur, 150.000 byssukúlur, 1.500 skriðdrekavopn og 70.000 matarpakka. „Finnland ætlar að aðstoða Úkraínu á hernaðarsviðinu. Þetta er söguleg stund fyrir Finnland,“ sagði Marin.