fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Fréttir

Pútín hundóánægður – Kallar Vesturlöndin „lygaveldið“ og lokar fyrir flugumferð Íslendinga og fleiri

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 28. febrúar 2022 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Rússlands, Vladimir Pútín, hefur nú uppnefnt Vesturlöndin „lygaveldið“ [e. the empire of lies] og virðist ekki á allt sáttur við þær efnahagsþvinganir sem nú er beint gegn landi hans vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Pútín mun hafa sagt þetta í samtali við forsætisráðherra sinn, Mikhail Mishustin og aðra háttsetta embættismenn í ríkisstjórn hans.

Samkvæmt eftirriti af þessu samtali mun Pútín hafa sagt:

„[Mishustin] og ég ræddum um þetta, eðlilega með efnahagsþvinganirnar í huga sem þessi svokölluðu Vesturlönd – eða eins og ég kallaði þau í ræðu minni „lygavaldið“ – eru nú að reyna að beita gegn landi okkar.“

Opinbera vefsíða forsetaembættisins, Kremlin, greindi frá því fyrr í dag að Rússlandi geti bætt upp þann skaða sem þvinganirnar eru að valda. Talsmaður KremlinDmitry Peskov sagði í samtali við blaðamenn: „efnahagsstaðan hefur breyst til muna, við getum orðað það þannig,“ og bætti við að Rússlandi hafi þegar gripið til ráðstafana til að bregðast við því.

„Rússland hefur kerfisbundið undirbúið sig undir mögulegar þvinganir í töluvert langan tíma, þeirra á meðal þær þyngstu þvinganir sem við erum nú að horfast í augu við.“

Gjaldmiðill Rússlands, Rúblan, hefur hrunið undanfarna daga eða niður um 20 prósent ef borin saman við dollarann. Seðlabankinn í Rússlandi hefur rúmlega tvöfaldað stýrivexti sína til að bregðast við stöðunni, en stýrivextir munu nú vera um 20 prósent samkvæmt The Moscow Times.

Hlutabréfa markaðurinn í Rússlandi er lokaður í dag.

Aðspurður hvort að yfirmenn hersins væru sáttir með árangur rússneska hersins í Úkraínu hingað til svaraði Peskov: „Ég hugsa að það sé ótímabært að tala um útkomu aðgerðanna eða hversu skilvirkar þær eru. Þið verðið bara að bíða þar til þessu er lokið.“

Fjöldi landa hefur lokað á flugumferð frá Rússlandi og rússneskra flugfara. Rússland hefur nú brugðist við því með því að loka lofthelgi sinni fyrir 27 ríkjum, þeirra á meðal Ísland.

Löndin eru: Austurríki, Albanía, Angvilla, Belgía, Bresku Jómfrúareyjurnar, Ungverjaland, Gíbraltar, Grikkland, Danmörk, Grænland, Færeyjar, Jersey, Írland, Íslands, Spánn, Kanada, Kýpur, Lúxemborg, Malta, Holland, Noregur, Portúgal, Finnland, Króatía og Svíþjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“

„Við getum öll verið einmana innan um fullt af fólki og maður getur verið mjög lítið einmana einn“
Fréttir
Í gær

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli

Myndband frá bílbruna í Strýtuseli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“

Ingibjörg sýnir hvernig sagan er að endurtaka sig og hvað getur „leitt okkur út úr þessum ógöngum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega

Hryllingur á Vesturlandsvegi eftir að veðrið versnaði skyndilega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“

Höfundur ísraelska lagsins sem sakar VÆB um lagastuld hefur sett málið í hendur lögmanna sinna – „Hreinn og beinn stuldur á minni vinnu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings

Fékk lán í rekstrarerfiðleikum og afsalaði fasteign til eiginkonunnar – Sýknuð af kröfu um tæpar 14 milljónir vegna gjafagjörnings
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar

Móðir lét umskera lim sonar síns í heimahúsi – Endaði í lífshættulegri aðgerð á Sjúkrahúsi Akureyrar