fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Pútín hundóánægður – Kallar Vesturlöndin „lygaveldið“ og lokar fyrir flugumferð Íslendinga og fleiri

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 28. febrúar 2022 14:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Forseti Rússlands, Vladimir Pútín, hefur nú uppnefnt Vesturlöndin „lygaveldið“ [e. the empire of lies] og virðist ekki á allt sáttur við þær efnahagsþvinganir sem nú er beint gegn landi hans vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Pútín mun hafa sagt þetta í samtali við forsætisráðherra sinn, Mikhail Mishustin og aðra háttsetta embættismenn í ríkisstjórn hans.

Samkvæmt eftirriti af þessu samtali mun Pútín hafa sagt:

„[Mishustin] og ég ræddum um þetta, eðlilega með efnahagsþvinganirnar í huga sem þessi svokölluðu Vesturlönd – eða eins og ég kallaði þau í ræðu minni „lygavaldið“ – eru nú að reyna að beita gegn landi okkar.“

Opinbera vefsíða forsetaembættisins, Kremlin, greindi frá því fyrr í dag að Rússlandi geti bætt upp þann skaða sem þvinganirnar eru að valda. Talsmaður KremlinDmitry Peskov sagði í samtali við blaðamenn: „efnahagsstaðan hefur breyst til muna, við getum orðað það þannig,“ og bætti við að Rússlandi hafi þegar gripið til ráðstafana til að bregðast við því.

„Rússland hefur kerfisbundið undirbúið sig undir mögulegar þvinganir í töluvert langan tíma, þeirra á meðal þær þyngstu þvinganir sem við erum nú að horfast í augu við.“

Gjaldmiðill Rússlands, Rúblan, hefur hrunið undanfarna daga eða niður um 20 prósent ef borin saman við dollarann. Seðlabankinn í Rússlandi hefur rúmlega tvöfaldað stýrivexti sína til að bregðast við stöðunni, en stýrivextir munu nú vera um 20 prósent samkvæmt The Moscow Times.

Hlutabréfa markaðurinn í Rússlandi er lokaður í dag.

Aðspurður hvort að yfirmenn hersins væru sáttir með árangur rússneska hersins í Úkraínu hingað til svaraði Peskov: „Ég hugsa að það sé ótímabært að tala um útkomu aðgerðanna eða hversu skilvirkar þær eru. Þið verðið bara að bíða þar til þessu er lokið.“

Fjöldi landa hefur lokað á flugumferð frá Rússlandi og rússneskra flugfara. Rússland hefur nú brugðist við því með því að loka lofthelgi sinni fyrir 27 ríkjum, þeirra á meðal Ísland.

Löndin eru: Austurríki, Albanía, Angvilla, Belgía, Bresku Jómfrúareyjurnar, Ungverjaland, Gíbraltar, Grikkland, Danmörk, Grænland, Færeyjar, Jersey, Írland, Íslands, Spánn, Kanada, Kýpur, Lúxemborg, Malta, Holland, Noregur, Portúgal, Finnland, Króatía og Svíþjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Í gær

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi