FIFA hefur nú brugðist við innrás Rússa í Úkraínu með því að setja landsliðum þeirra ákveðnar hömlur.
Rússnesk landslið fá ekki að leika undir merkjum Rússlands heldur undir ,,knattspyrnusambandi Rússlands (e. Football Union of Russia).“
Þá þarf rússneskt landslið í knattspyrnu nú að leika á hlutlausum velli, engir fánar merktir landinu verða leyfðir og heldur ekki áhorfendur. Þá verður þjóðsöngur Rússlands ekki leikinn fyrir leiki.
Þá útilokar FIFA ekki að banna Rússland alfarið úr keppnum.
Bæði leikmenn nokkura landsliðs og knattspyrnusambönd hafa sagt að þau muni ekki leika gegn rússnesku landsliði. Pólland á til að mynda að mæta Rússum þann 24. mars í Moskvu en ætlar ekki að mæta í leikinn.
Fyrr í dag sagði enska knattspyrnusambandið svo að enskt landslið muni ekki leika gegn rússnesku liði í neinni alþjóðlegri keppni.