fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Fréttir

Sjáðu myndbandið: Úkraínumaður mætir Rússum á skriðdreka einn síns liðs – „Á ég að draga ykkur… aftur til Rússlands?“

Máni Snær Þorláksson
Sunnudaginn 27. febrúar 2022 14:00

Skjáskot/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrakfarir rússneskra hermanna í innrásinni í Úkraínu hafa vakið nokkra athygli á samfélagsmiðlum. Nokkuð af myndböndum hafa náðst af umræddum hrakförum en eitt þeirra sýnir úkraínskann mann mæta rússneskum hermönnum á skriðdreka.

Úkraínumaðurinn keyrir á móti Rússunum og dregur niður bílrúðuna sína þegar hann mætir þeim. „Er hann bilaður?“ spyr sá úkraínski og einn Rússinn segir þá að þeir séu bensínlausir. Úkraínumaðurinn bíður þeim þá aðstoð sína í gríni. „Á ég að draga ykkur… aftur til Rússlands?“ segir hann og uppsker hlátur bæði hjá sjálfum sér og einum Rússanum.

Kenningar hafa verið um að töluverður hópur rússneskra hermanna viti í raun og veru ekkert hvað þeir eru að gera og rennir það sem gerist næst í myndbandinu stoðum undir þær kenningar. „Vitiði hvert þið eruð að fara?“ spyr nefnilega Úkraínumaðurinn en Rússarnir svara því neitandi þar til einn þeirra segir að þeir séu á leiðinni til höfuðborgarinnar Kyiv.

„Hvað er eiginlega verið að segja í fréttunum?“ spyr Rússinn svo eftir að hann segir hvert förinni er heitið. „Á meðan allt er á okkar valdi þá gefast ykkar menn upp og eru teknir til fanga því þeir vita heldur ekkert hvert þeir eru að fara. Ég spurði fullt af mönnum eins og ykkur og enginn veit hvar þeir eru eða hvert þeir eru að fara.“

Myndbandið af þessum samskiptum má sjá hér fyrir neðan:

Umrætt myndband hefur vakið töluverða athygli á Twitter en netverjar keppast margir við að hrósa Úkraínumanninum auk þess sem almennt er rætt um hrakfarir rússnesku hermannanna. „Ég hélt fyrst að þetta væri bara eitt dæmi og áróður. Hvernig í fjandanum er næst öflugasti her heims að lenda í svona vandræðum?“ segir til að mynda einn netverji.

„Þeir eru bensínlausir á vegkantinum, vita eiginlega ekki hvað planið er, hvert þeir eru að fara, tala frjálslega við ókunnugann mann sem keyrir til þeirra… þetta er ekki agaður her. Þetta virðist frekar vera fullt af óreyndum hermönnum sem eru mataðir af lygum um það hvers vegna þeir eru þarna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Einar segir Guðmund Andra hafa hæðst að sér þegar hann fékk ekki listamannalaun – „Með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu“

Einar segir Guðmund Andra hafa hæðst að sér þegar hann fékk ekki listamannalaun – „Með tæpar tvær milljónir á mánuði fyrir þægilega þingsetu“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“

Vann í lottóinu um helgina: „Með öran hjartslátt langt fram eftir laugardagskvöldinu“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Andrés kallar eftir hjálp – „Þetta eru tveir strákar 18 ára gamlir með öll sín skólagögn og persónulega hluti inn á tölvunum sínum“

Andrés kallar eftir hjálp – „Þetta eru tveir strákar 18 ára gamlir með öll sín skólagögn og persónulega hluti inn á tölvunum sínum“
Fréttir
Í gær

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti

Telur Miðflokkinn hafa klúðrað stórsigri – Höfnuðu blessun Guðs og settu gamla jálka í efstu sæti
Fréttir
Í gær

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkað um helming á rúmum þremur árum

Þriðjudagstilboð Domino´s hækkað um helming á rúmum þremur árum
Fréttir
Í gær

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum

Arfurinn sem hún fékk á barnsaldri reyndist dýrkeyptur á fullorðinsárunum