fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri: ,,Í stuttu máli, þetta er ekkert mál“

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 26. febrúar 2022 22:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er aldrei sérstakt tilhlökkunarefni hjá mér að fara í leghálsskimun, en ég mæti að sjálfsögðu og er þakklát fyrir þá þjónustu sem okkur er veitt. Sem betur fer hef ég hvorki greinst með HPV veiruna né frumubreytingar og ekki heldur neinn mér nákominn. Ég er sjálfsagt heppin þar. Ég þekki þó of margar ungar konur sem hafa fengið slíkt og þurft á aðstoð að halda og þá er gott heilbrigðiskerfi gulli betra.“

Þegar Brynhildur fékk boðsbréf um að fara í leghálsskimun í fyrsta sinn fannst henni bæði eðlilegt og gott að fá slíkt boð.

„Þetta eru skrýtnar aðstæður í fyrsta sinn og undarleg tilhugsun. Ég mætti á Leitarstöðina þar sem vel var tekið á móti mér, allt fumlaust og fínt og yfirstaðið á örskotsstundu. Ég fór nú samt á eftir og verðlaunaði mig með því að kaupa fallega minnisbók og penna. Já, þetta var löngu fyrir tíma tölvunnar og farsímans.“

Á unglingsárunum hafði Brynhildur leitað til kvensjúkdómalæknis sem passaði henni ekki og henni fannst því gott að koma í skimun á Leitarstöðina.

„Þar fann maður fyrir heilsteyptar fagmanneskjur með 100% viðmót og hlýju. Það skiptir öllu að finna að maður sé i traustum höndum í skimuninni – og það erum við svo sannarlega á heilsugæslunni líka.“

„Góð heilsa er gulli betri. Ég hef aldrei fengið frumubreytingar og tel mig heppna. Mér finnst traustvekjandi að vita af því að vel sé um heilsu kvenna hugsað og hvet allar konur til að mæta í skimun um leið og boð berst. Í stuttu máli, þetta er ekkert mál.“

Brynhildur Guðjónsdóttir leikhússtjóri Borgarleikhússins er ein af þeim 12 konum sem deila persónulegri reynslusögu sinni í tengslum við hvatningarátakið Er komið að skimun hjá þér? sem stendur yfir í febrúar. Átakið er á vegum Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en markmiðið er að minna á mikilvægi skimana fyrir leghálskrabbameini. Allar frekar upplýsingar um átakið má finna hér.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið
Fréttir
Í gær

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“