fbpx
Miðvikudagur 12.febrúar 2025
Fréttir

Sindri og Olga eru á flótta frá Úkraínu ásamt börnum og gæludýrum: Sáu sprengjurnar í baksýnisspeglinum

Guðrún Gyða Eyþórs Árnadóttir
Laugardaginn 26. febrúar 2022 14:38

Olga og Sindri. Mynd úr einkasafni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Þau eyddu nóttinni í bílnum í röð við landamæri Moldavíu. Það var um 7 kílómetra röð þegar þau hófu biðina en þetta gekk hægt og þau gáfust upp í morgun. Núna eru þau að reyna að finna aðra leið úr landinu, það er til dæmis styttra inn í Ungverjaland“, segir Ingibjörg Rósa Bjönsdóttir en Þorlákur Sindri bróðir hennar er á flótta frá Úkraínu ásamt Olgu konu sinni og tveimur börnum, 7 og 16 ára.  Einnig eru tveir naggrísir fjölskyldunnar með í för.

Ingibjörg Rósa. Mynd/Facebook.

Hún segir þau hafa verið heppin að komast frá Kænugarði á elleftu stundu þar sem þau hafi bókstaflega séð sprengjurnar byrja að rigna niður í baksýnisspeglinum. ,,Bróðir minn og mágkona fengu þær fréttir í gærkveldi að fjölbýlishúsið þeirra hefði orðið fyrir árásum en þau hafa ekki fengið það staðfest”.

Þreytt og stressuð

Ingibjörg Rósa segir Sindra og Olga hafa verið vel undirbúin. ,,Þau voru búin að vera tilbúin með ferðapappíra, reiðufé, mat og vatn í nokkra daga en enginn átti samt von á að þetta yrði veruleikinn. Að Pútín væri raunverlulega það klikkaður að ráðast inn og það beint á höfuðborgina”.

Að sögn Ingibjargar Rósu hafa þau ekkert fast ferðaplan annað en að reyna að komast úr landinu, fyrst hafi þau reynt að komast til Póllands, síðan Moldavíu og núna Ungverjalands. ,,Þetta gengur hægt, það er vegabréfaeftirlit úr um allt, en þau eru nú á sveitavegum og finna ekki fyrir árásum né sjá þau herlið. Þau eru aðallega þreytt og stressuð og börnunum leiðist eðlilega. Við í stjórfjölskyldunni erum með staðsetningarapp til að fylgjast með ferðum þeirra, sambandið hefur verið þokkalega gott og þau láta reglulega vita af sér. Þau eiga aftur á móti ekki von á að komast úr landi fyrir nóttina”.

Alfarið á Pútin

Olga á 14 ára strák sem er hjá pabba sínum í Kænugarði og hefur hún eðlilega miklar áhyggjur af honum svo og mömmu sinni sem varð eftir í borginni. ,,Þau eru örugg núna en hún vill auðvitað sjá hvort þau þurfa að komast úr landi”.

Ingibjörg Rósa hefur verið í sambandi við fólk víða um heim til að leita að húsnæði fyrir þau Sindra og Olgu og segir hún viðbrögðin hafa verið ótrúleg. ,,Það hafði við mig samband kona búsett á Ítalíu og bauð húsið sitt í Moldóvíu. Það er svo magnað hvað allir eru boðnir og búnir til að aðstoða. Og einnig mér áberandi hvað fólk er ekki að dæma Rússa. Hinn venjulegi Rússi ber enga ábyrgð, þetta er alfarið á Pútín og engan annan”.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn

Rússneskur tónlistarmaður „datt út um glugga“ þegar hrottar Pútíns komu í heimsókn
Fréttir
Í gær

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna og þetta hefur aldrei gerst áður“

„Ég hef eldað fyrir tugþúsundir manna og þetta hefur aldrei gerst áður“
Fréttir
Í gær

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“

„Hann snýr sér við og nær þessari einu stungu á versta stað“
Fréttir
Í gær

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu

Sættu sig ekki við að Matvælastofnun kærði ekki mann sem sást sparka í hryssu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ

Kennaraverkföllin dæmd ólögleg í 13 leikskólum og 7 grunnskólum – Lögleg í Snæfellsbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið

Taldi sig hafa unnið rúma milljón en gerði ein afdrifarík mistök – Sjáðu myndbandið